Skírnir - 01.09.1993, Síða 38
340
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
lætur til skammar verða; en þetta gjörir sá sem elskar heiminn."22
Orðalagið „lætur til skammar verða“ er úr Rómverjabréfi Páls
postula 5:2-5 þar sem hann skýrir von kristinna manna: „og vér
hrósum oss af von um dýrð Guðs, en ekki það eitt, heldur hrós-
um vér oss líka af þrengingunum, með því að vér vitum, að
þrengingin verkar þolgæði, en þolgæðið fullreynd, en fullreyndin
von. En vonin lætur ekki til skammar verða.“
Pilturinn í Grasaferð er greinilega ekki fullreyndur; af
skammsýni lítur hann á guðsgjafir Paradísar sem „heimsins gæði“
og ætlar þar að auki að tína „meira en dæmi væru til“ (bls. 10). I
prófræðu sinni kallar Jónas slíkt athæfi „að misbrúka heimsins
gæði“.
Nú fer hin allegóríska yfirbygging Grasaferðar að verða ljós.
Hún endurspeglar þrjú æviskeið mannsins; bernsku, æsku og,
þegar fram vindur sögu, fullorðinsár. Örvænting barnsins stafar
af skammsýni þess sem skilur aðeins yfirborð hlutanna, óþol og
gáleysi einkenna æskumanninn í eftirsókn hans eftir heimsins
gæðum. Sífellt reynir á andlegan þroska pílagrímsins. Nýstárleik-
inn hjá Jónasi felst hins vegar í því að gera rómantískt skáld að
fjallgöngumanni í andlegu landslagi hefðbundins kristins trúar-
skáldskapar. Ekki verður annað séð en hann leggi upp með róm-
antíska veraldarsýn í farteskinu þar eð hann orti um lóuna „í gær
eða fyrra dag“ (bls. 21). Það er því í hæsta máta rómantískt skáld
sem María mey tekur með sér til Paradísar.
Allegórísk túlkun á grasaferðinni varpar líka ljósi á marg-
brotna persónu Hildar. Sem fylgdarmaður drengsins um þessi
æviskeið bregður hún sér í margvísleg hlutverk og má þá túlka
ýmis viðbrögð hennar sem allegórísk, t.d. sjálfa handleiðsluna.
Hún leiðir drenginn ekki við hönd sér nema fyrsta áfangann, að
því er best verður séð. I bók sinni um Dante, Fran helvetet till
paradiset, bendir Olof Lagercrantz á að leiðsögumaðurinn Virgill
komi ekki einvörðungu fram sem vinur, faðir og kennari, heldur
taki hann og á sig skyldur móður, barnfóstru og ástkonu á
22 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Ritstj. Páll Valsson, Haukur Hannesson,
Sveinn Yngvi Egilsson. 1. bindi, Reykjavík 1989, bls. 335.