Skírnir - 01.09.1993, Page 41
SKÍRNIR PARADÍSAR MISSIR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR 343
af orðalaginu verður ekki annað ályktað en að himinninn sé orð-
inn nokkurn veginn heiðskír og dalurinn baðaður í sólskini. Nær
sú mynd að festast í huga lesandans meðan skipt er um svið og
veðri uppi á Bröttuskeið lýst áður en nákvæmari lýsing er gefin á
dalnum. Veðurlýsingin á Bröttuskeið dregur ekki úr áhrifum
þessarar sólskinsmyndar sakir þess að þar heldur sögumaður á-
fram að lýsa sólargangi. Hann hefur áður tekið fram að það hafi
„varla verið kominn miðmundi" þegar þau voru búin að troða í
pokana (bls. 15). Sólin er því komin á vesturhimininn þegar búið
er að tína í peysuna, en af ummælum hans fyrr um daginn „á ein-
um stað í fjallinu", má skilja að Brattaskeið nýtur morgunsólar -
„illa er mjer við sólskinið, ef það kemur hingað í dag“ (bls. 13).
Þau sitja því á þessum tíma dags í skugga af fjallinu. Að þessu
leyti er lýsingin raunsæ en fellur þó vel inn í paradísarhefðina; þar
voru skil dags og nætur, þó árstíðaskipti væru engin. Samkvæmt
Paradísar missi voru þau ein af afleiðingum syndafallsins. Ekki er
fjarri lagi að segja, að jarðnesk Paradís Jónasar sé „náttúrulega
yfirnáttúruleg“, eins og sagt hefur verið um jarðneska Paradís
Dantes.24 Óðara fær lýsingin táknrænt yfirbragð þegar hugað er
að veðurfari. Uppi á Bröttuskeið er auðsjáanlega hefðbundið
Paradísarveður: „hægur blær á sunnan rann um fjallið og flutti
með sjer líf og yl“, enda bergmál úr Paradísar missi. Þar segir
Mikael erkiengill við Adam: Drottinn færir öllu, sem hefur anda
lífs, „frjófgun, fjör ok il“ QÞ 11. bók bls. 354). I veðurlýsingu
Jónasar má einnig sjá að andstæðurnar líf/dauði tengjast hinum
gagnstæðu áttum suður/norður, sbr. orðalagið „norður á Sljettu".
Meðan á þessari lýsingu á Bröttuskeið stendur, er sólskinið
einrátt í dalnum og loks þegar auganu er beint aftur niður á við
með óvæntri lýsingu á skuggum af skýjum, er engu líkara en þeir
leggist ofan á sólskinið og megni ekki að má það út. Sólskinið
varir undir skuggunum. Þessi hugmynd um „lausa“ skugga styrk-
ist við það orðalag höfundar að þeir „liðu [...] yfir engjar og
haga“ (bls. 22). Allt virðist mér benda til að grunnmerking mynd-
arinnar sé hin sama og í Paradísar missi, að Guð birtist í skýi og
24 E.N. Tigerstedt, Dante. Tiden Mannen Verket. Stockholm 1967.