Skírnir - 01.09.1993, Page 50
352
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
Kvæðin í heild vekja upp kvíðvænlegt andrúmsloft en skáld-
skaparumræðan ásamt hverju einstöku kvæði sýnir rómantíska
skáldskaparkenningu í heild sinni. Og það má hafa til marks um
listahandbragð Jónasar í þessari sögu að skáldskaparkenningin er
svo samofin atburðarás hennar, enda önnur meginstoðin í heild-
arhugsun sögunnar, að þar má ekkert undan skilja eða sundur
slíta. Athyglisverð er afstaðan til þýðinga; þýdd kvæði og frum-
ort eru talin jafngild sköpunarverk. Þessi afstaða hefur beint gildi
fyrir söguna þar eð hún styrkir stöðu Hildar sem skapandi
skálds. Að auki er Hildur í allegórísku hlutverki lærimeistara í
skáldskaparfræðum í þessu atriði sögunnar og er því líklegt að
hún flytji skoðanir Jónasar sjálfs á þýðingum.30 Umræðan um
þýddu kvæðin snýst um einingu inntaks og forms; en form og
inntak voru, að mati rómantískra skálda og hugmyndasmiða,
gagnvirkir þættir í lífrænni heild, í xdealinu var fólgin innri bygg-
ing. Umræðan um frumortu kvæðin speglar umfjöllun Fjölnis-
greinarinnar um það hvernig skáld viði að sér yrkisefni. Þemað
um tvenns konar sjón skáldsins, líkamsauga og „andans auga“ er
tekið upp að nýju sem saga innan sögu, eða réttara sagt mynd
innan myndar og nú er leikið sama stefið og í upphafi. Spurt er
um sjónina. Skáldið spyr: „Sáuð þið hana systur mína“ (letur-
breyting mín) og með athugasemd sinni að kvæði loknu: „Gaman
hafði jeg af þjer þá“ (bls. 21), gefur hann ótvírætt til kynna að
yrkisefnið hafi borið fyrir augu hans. Allt öðru máli gegnir um
lóukvæðið. Þar er „andans auga“ að verki. Þó að kvæðið sýni
ekki í sjálfu sér samvirkni ímyndunarafls og hins ósýnilega heims,
kallar pilturinn yfir sig ógæfuna með yfirlýsingunni um skilning
sinn á veröldinni og því skáldlega ímyndunarafli sem að verki var
við yrkinguna.
Eg hlýt að rifja upp orðaskipti þeirra í réttu dramatísku sam-
hengi. Þegar Hildur spyr hvort hann hafi séð til lóunnar, gefur
30 Sveinn Yngvi Egilsson kemst að sömu niðurstöðu á grundvelli óðfræðilegra
rannsókna, sjá „Eddur og íslensk rómantík. Nokkur orð um óðfræði Jónasar
Hallgrímssonar“, Snorrastefna. Ritstj. Ulfar Bragason. Reykjavík 1992, bls.
264-65.