Skírnir - 01.09.1993, Síða 61
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
Samtíminn hugtekinn
Formáli að ritgerðum Immanuels Kant, Micbels Foucault
og Jiirgens Habermas um upplýsinguna
SJALDAN HEFUR lítil þúfa velt jafn þungu hlassi og þegar Johann
Friedrich Zöllner, lítt þekktur prestur frá Berlín, ritaði grein í
desemberhefti tímaritsins Berlinische Monatsschrift árið 1783 til
að andmæla því að lögleidd yrði borgaraleg hjónavígsla auk hinn-
ar trúarlegu, en þá skoðun hafði ónefndur höfundur viðrað í
sama tímariti tveimur mánuðum áður. Zöllner þessi áleit það vera
skyldu sína að verja bæði ríki og kirkju fyrir þeirri óreiðu og
ruglandi sem „í nafni upplýsingar“ væri sáð í huga og hjörtu
sóknarbarna sinna. Enda þótt þessi ritdeila sé að ýmsu leyti tákn-
ræn fyrir þá umbrotatíma sem ríktu í Evrópu undir lok 18. aldar,
myndi hún áreiðanlega brátt hafa fallið í gleymsku hefði prestur-
inn ekki bætt við ögrandi spurningu neðanmáls: „Hvað er upp-
lýsing? Nær væri að svara þessari spurningu, sem er næstum jafn
mikilvæg og spurningin: hvað er sannleikur, áður en hafist verður
handa við að upplýsa! Og samt veit ég ekki til þess að henni hafi
nokkru sinni verið svarað!“ Svarið, eða öllu heldur svörin, létu
ekki á sér standa. Áður en langt um leið birtist í tímaritinu ritgerð
Moses Mendelssohn (1729-1786), eins merkasta heimspekings úr
hópi þýskra gyðinga á 18. öld, „Um spurninguna: hvað merkir að
upplýsa?" og í desemberhefti ársins 1784 leitaðist Immanuel Kant
(1724-1804), prófessor í Königsberg, við að finna „Svar við
spurningunni: Hvað er upplýsing?"1
1 Hér er ekki rúm til að rekja þessa deilu til hlítar, en þess má þó geta að af rit-
gerðum Mendelssohns og Kants spannst mikil umræða. í henni tóku m.a. þátt
heimspekingurinn Johann Georg Hamann (1730-1788), skáldið og rithöfund-
urinn Christoph Martin Wieland (1733-1813), guðfræðingurinn Andreas
Riem (1749-1807), heimspekingurinn og guðfræðingurinn Johann Gottfried
Herder (1744-1803), gagnrýnandinn, leikritaskáldið og trúarheimspekingur-
Skímir, 167. ár (haust 1993)