Skírnir - 01.09.1993, Síða 62
364
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
Eftir að hinni upphaflegu umræðu linnti, gáfu fræðimenn
þessari ritsmíð Kants, sem vissulega lætur ekki mikið yfir sér, lít-
inn gaum um langa hríð og skipuðu henni á bekk með hinum
svokölluðu forgagnrýnu ritum, þ.e.a.s. ýmsum minniháttar rit-
gerðum og tækifærisgreinum sem Kant samdi á undan gagnrýni-
ritunum þremur, Gagnrýni hreinnar skynsemi (Kritik der reinen
Vernunft, 1781/1787), Gagnrýni hagnýtrar skynsemi (Kritik der
praktischen Vernunft, 1788) og Gagnrýni dómgreindarinnar
(Kritik der Urteilskraft, 1790). Það var ekki fyrr en árið 1984,
réttum 200 árum eftir að ritgerð Kants um upplýsinguna leit fyrst
dagsins Ijós, að franski heimspekingurinn Michel Foucault (1926-
1984) dustaði rykið af henni og tók að túlka hana í allnýstárlegu
ljósi sem nokkurs konar stofnskrá nútímans. Og það var engu lík-
ara en sprengju hefði verið varpað! Rétt eins og þeir hefðu beðið í
ofvæni eftir því að einhver tæki af skarið þustu nú fjölmargir
nafntogaðir heimspekingar, bæði austan hafs og vestan, fram á
ritvöllinn með þýska heimspekinginn og félagsfræðinginn Jurgen
Habermas (f. 1929) í broddi fylkingar.* 2
Þótt ártölin 1784 og 1984 marki ytri ramma orðræðunnar um
upplýsinguna verða tilefni og mikilvægi hennar ekki skilin til
inn Gotthold Ephraim Lessing (1729-1781) og skáldið, leikritahöfundurinn
og heimspekingurinn Friedrich Schiller (1759-1805).
2 Talið er líklegt að Foucault hafi með túlkun sinni á riti Kants um upplýsing-
una gagngert beint orðum sínum til (eða gegn) Habermas. Því miður entist
Foucault ekki aldur til að bregðast við andmælum Habermas, því hann lést af
völdum eyðni 25.6. 1984. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunni sem fylgdi
í kjölfar deilu þeirra Foucaults og Habermas má nefna: í Þýskalandi Axel
Honneth og Albrecht Wellmer; í Frakklandi Jacques Derrida og Jean-
Franjois Lyotard; á Ítalíu Gianni Vattimo; í Bandaríkjunum og Kanada Ric-
hard J. Bernstein, Nancy Fraser, Richard Rorty, Charles Taylor og Michael
Walzer. Gott yfirlit er að finna í eftirtöldum bókum: Hubert L. Dreyfus og
Paul Rabinow: Beyond Structuralism and Hermeneutics, 2 útg. Chicago: Uni-
versity of Chicago Press 1983; Foucault: A Critical Reader, ritstj. David Hoy.
Oxford: Basil Blackwell 1986.
Grein Habermas birtist upphaflega í þýska dagblaðinu Die Tageszeitung,
7.7. 1984. Þýtt er eftir endurprentun hennar í greinasafni Habermas Die neue
Uniibersichtlichkeit. Frankfurt a. M.: Suhrkamp 1985, bls. 126-131. Greinin er
svar við grein Foucaults „Qu’est-ce que les lumiéres?", sem birtist upphaflega
í franska tímaritinu Magazin Littéraire, 207, (maí 1984) og kom út í þýskri
þýðingu undir heitinu „Was ist Aufklárung? Was ist Revolution?" í Die
Tageszeitung, 2.7. 1984. Báðar greinar Foucaults, sú sem birtist í þessu hefti