Skírnir - 01.09.1993, Side 63
SKÍRNIR
SAMTÍMINN HUGTEKINN
365
fulls nema við skoðum hana í ljósi þeirra sögulegu atburða sem
þessi ártöl tengjast. I báðum tilvikum er um að ræða aðfaranótt
stórkostlegra umbreytinga: Ritgerð Kants birtist aðeins fimm
árum fyrir frönsku byltinguna, sem átti eftir að gjörbreyta í senn
stjórnmálalegri, félagslegri, menningarlegri og efnahagslegri skip-
an Evrópu. Ritgerðir Foucaults og Habermas birtust í aðsigi
þeirra atburða sem kenndir eru við hrun Berlínarmúrsins - sósíal-
ismans og heimskerfis hans - og enginn getur gert sér í hugarlund
hverjar afleiðingar eigi eftir að hafa um ókomna framtíð. Sökum
þessarar sögulegu staðsetningar, 200 árum eftir byltinguna og
skömmu áður en heimsskipan kalda stríðsins leið undir lok, ber
að líta á hugleiðingar Foucaults og Habermas sem tilraunir til að
gera reikningsskil á sögulegum vegamótum og gera upp hug sinn
gagnvart ‘verkefni nútímans’.* * 3
Við sjáum nú að um leið og við vörpum fram þessari sakleys-
islegu spurningu: „Hvað er upplýsing?" drögumst við inn í eins
konar túlkunarhring þar sem nútíminn og upplýsingin vísa hvort
á annað: A sama hátt og við getum ekki gert okkur grein fyrir
veruleikanum sem við lifum og hrærumst í án þess að búa yfir
upplýstri mynd af nútímanum, eins hvílir skilningur okkar á
Skírnis og sú sem Habermas svarar, eru útdrættir úr samnefndum óbirtum
fyrirlestri sem Foucault hélt við Collége de France skömmu áður en hann lést.
Burtséð frá því að ritgerðin sem Habermas brást við er styttri en hin, sem val-
in var til þýðingar, og leggur meiri áherslu á samband upplýsingarinnar og
frönsku byltingarinnar, eru báðar greinar Foucaults að stofni til sama verkið.
Eins og fram kemur í grein Habermas setur Foucault skrif Kants um upplýs-
inguna í beint samhengi við greinaflokkinn Der Streit der Fakultdten (Deilda-
þrœta), sem Kant ritaði níu árum eftir byltinguna. Af ofangreindum ástæðum
vísa beinar tilvitnanir Habermas til styttri texta Foucaults. ítarlegri umfjöllun
um Foucault er að finna í sérlega áhugaverðri bók Habermas Der philo-
sophische Diskurs der Moderne. 12 Vorlesungen. Frankfurt a. M.: Suhrkamp
1985, einkum fyrirlestrar 9-10 (ensk þýðing: The Philosophical Discourse of
Modernity. 12 Lectures. Cambridge, Mass.: MIT Press 1987).
3 Á sama hátt og upphaflega ritdeilan um upplýsinguna spannst á yfirborðinu
út frá tilteknum, staðbundnum þjóðfélagsmálum, en sýnist eftir á að hyggja
eins og fyrirboði frönsku byltingarinnar, þannig hafði í Frakklandi farið fram
mikil umræða um 200 ára afmæli byltingarinnar („bicentenaire") á undan
grein Foucaults. T.d. varpaði hinn róttæki sagnfræðingur Fran?ois Furet fram
þeirri ögrandi tilgátu að frönsku byltingunni væri lokið og kominn væri tími
til að Frakkar endurmætu sjálfsvitund sína, sem fram til þessa hefði speglað
sig í byltingunni.