Skírnir - 01.09.1993, Page 66
368
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
Djúptæk kreppa fylgdi hruni algildra (trúarlegra) viðmiða og í
vestrænum samfélögum birtist hún t.d. í þverrandi félagslegu
taumhaldi og vaxandi einstaklingshyggju. Evrópska heimspekin
brást við þessu með tvennum hætti: A annan bóginn var nú allt
kapp lagt á að endurreisa veldi heilsteyptrar heimsmyndar með
hliðsjón af endanleikanum. Þessi straumur, sem oft er talinn hinn
eiginlegi erfingi upplýsingarinnar, hefst með Kant og Fichte5 og
nær óslitið allt til Freuds (sem boðar: „Gerum hið ómeðvitaða
meðvitað!"), Flusserls (sem setur fyrirbærafræði sinni það mark-
mið að gegnumlýsa hinn hversdaglega heim fyrirbæranna í því
skyni að ná valdi á huglægum forsendum reynslunnar) og
Flaberruas. Hins vegar kom fljótlega eftir tíma Kants fram öflug-
ur hópur hugsuða sem tóku hrun ríkjandi gilda bókstaflega og
héldu því stíft fram að allar tilraunir til að grundvalla sanna þekk-
ingu í siðferði, stjórnmálum og fagurfræði á skynseminni væru
ekkert nema tálsýn og hrein sjálfs-blekking. I þessum hópi höfðu
mest áhrif Schelling (sem komst að því, um líkt leyti og Flegel var
að fullgera síðasta stóra hughyggjukerfið, að í djúpi tilverunnar
ríki „óhugsanlegt“ myrkur og illska sem mannleg skynsemi sé
háð og fái lítt við ráðið), Schopenhauer (sem réðist gegn skyn-
semistrú Kants með því að hafa endaskipti á „viljanum“ og
5 í Gagnrýni hreinnar skynsemi setur Kant fram nýja tegund heimspekilegrar
gagnrýni, sem reynir að sýna fram á að heimspekin geti einungis leiðrétt
heimspekilega rangdóma með því að sýna fram á nauðsyn þeirra. Samkvæmt
þessari kenningu er uppsprettu rangra skynsemisdóma ekki að finna í utanað-
komandi áhrifum sem villa um fyrir skynseminni (eins og skynsemishyggjan
gerði ráð fyrir), heldur í eðlislægum eiginleikum skynseminnar sjálfrar sem
verður því óhjákvæmilega að íþyngja sér með spurningum sem hún getur sjálf
ekki svarað. Hlutverk gagnrýninnar skynsemi er fyrst og fremst að gera grein
fyrir því, hvers vegna skynsemin er hneppt í þessar viðjar og þar með óbeint
að endurreisa veldi skynseminnar (þetta má glöggt sjá í umfjöllun Kants um
„mótsagnir" hinnar hreinu skynsemi í kaflanum um hina „forskilvitlegu día-
lektík": Gagnrýni hreinnar skynsemi, A405/B433 og áfram).
Fichte er dæmi um harmleik þeirrar hughyggju sem ferst ekki betur en svo
að ráða við vanda hugverunnar að hún neyðist bókstaflega til að tvöfalda sjálfa
sig: Hin hugsandi sjálfsvera verður að meðtaka sjálfa sig sem forgefinn, ógagn-
sæjan og tilviljanakenndan hluta veraldarinnar og ætlar sér samtímis að sjá í
gegnum hlutveruleikann, sem hún sjálf heyrir til, og hefja hann til vitundar.