Skírnir - 01.09.1993, Page 67
SKÍRNIR
SAMTlMINN HUGTEKINN
369
„þekkingunni" og gera viljann að alheimslögmáli) og Nietzsche
(sem bætti um betur og setti fram viðamikla kenningu um að eðli
og framvinda lífsins sé ekkert nema tilgangslaus „vilji til valds“),
Heidegger (sem í síðspeki sinni gekk svo langt að segja skilið við
alla heimspeki og tefldi þess í stað óræðri „íhugun um veruna"
gegn öllum birtingarmyndum vestrænnar skynsemishyggju, sem
hann áleit vera eina samfellda hnignunarsögu, drifna áfram af
djöfullegri rökvísi skynsemishyggjunnar), Rorty (sem heldur því
fram í nafni gagnsemishyggju að jafnt hefðbundin sem málheim-
spekileg sannleiksleit sé tilgangslaus og að allur sannleikur sé full-
komlega háður menningarsögulegu og málfarslegu samhengi) og
síðast en ekki síst Foucault.6
Broddurinn í gagnrýni Nietzsches og þeirra heimspekinga sem
fylgja honum að máli er sá að í stað þess að reyna að fægja enn
betur „spegil náttúrunnar" (eins og Rorty kemst að orði í sam-
nefndri bók sinni) og hnekkja sannleiks- og skynsemistrúnni með
(meiri) skynsemi og (betri) rökum, skipta þeir algjörlega um sjón-
arhorn og nema leikreglur skynseminnar bókstaflega úr gildi.
Skæðasta vopnið í þessari viðleitni er aðferð sem einna helst mætti
kalla sálfræðilega afhjúpun. I stað þess að grafast fyrir um sönn
og gild viðmið til að skera úr um það hvort tilteknar spurningar
eða setningar séu lögmætar eða ólögmætar, sannar eða ósannar,
reyna Nietzsche og arftakar hans að sýna fram á að sannleiksleit-
in sem slík sé eintóm sjálfsblekking. Af þessu dregur Nietzsche
róttæka ályktun um tvíþætt hlutverk heimspekinnar: A annan
bóginn verður heimspekin í senn að afhjúpa sjálfsblekkingu
skynseminnar og sýna fram á ‘nauðsyn’ hennar; á hinn bóginn hef-
ur hún það hlutverk með höndum að fylgja sjúkdómsgreining-
unni eftir með n.k. sálfræðilegri meðferð. Mikilvirkasta greining-
artæki Nietzsches og Foucaults er það sem þeir kalla fornminja-
6 Vitaskuld er hér ura að ræða gróflega einfaldaðan greinarraun. Til dæmis getur
greining hinnar heimspekilega sinnuðu sálarfræði Freuds á hvatauppruna sál-
arlífsins allt eins vel flokkast undir skynsemisgagnrýni síðari hópsins. Enn-
fremur hafa tilvistarspeki Kierkegaards, Heideggers, Jaspers og Sartres, sögu-
speki Hegels og ’díalektísk efnishyggja’ Marx nokkra sérstöðu, sem of Iangt
mál yrði að gera nokkur skil hér.