Skírnir - 01.09.1993, Page 78
380
IMMANUEL KANT
SKÍRNIR
hrakförum til að hræða menn almennt frá frekari tilraunum í
þessa átt.
Það reynist því hverjum einstökum manni erfitt að losa sig úr
viðjum þess ósjálfræðis sem orðið er allt að því eðlislægur þáttur í
fari hans. Hann er meira að segja farinn að kunna vel við það og
er í raun og veru ófær um að nota eigið hyggjuvit, þar sem hon-
um hefur aldrei gefist kostur á því. Reglur og fyrirmæli, þessi vél-
rænu verkfæri til skynsamlegrar notkunar eða öllu heldur mis-
notkunar þeirra hæfileika sem maðurinn fékk í vöggugjöf, eru
fótfjötrar ævarandi ósjálfræðis. Hver sá sem varpaði af sér þess-
um fjötrum gæti samt sem áður einungis stigið óstyrkum fæti yfir
minnstu hindranir, þar sem hann er ekki vanur slíku frelsi. Að-
eins fáum hefur því með andlegu átaki tekist upp á eigin spýtur
að leysa sig úr viðjum ósjálfræðis síns og vera samt sem áður ör-
uggir í skrefi.
Hinsvegar er frekar von til þess að almenningur upplýsist fyr-
ir eigin tilstyrk; það er jafnvel allt að því óhjákvæmilegt ef hann
aðeins hefur frjálsræði til þess. Því alltaf eru til einstaklingar sem
hugsa sjálfstætt, jafnvel í röðum tilskipaðra forráðamanna fjöld-
ans. Eftir að hafa sjálfir varpað af sér oki ósjálfræðis, munu þeir
hafa þau áhrif að aðrir fara einnig að hugsa sjálfstætt og leggja
skynsamlegt mat á eigin verðleika. Það undarlega við þetta er, að
fólkið sem þeir færðu undir þetta ok, þvingar nú þá sjálfa til þess
að bera það áfram, ef fólkið er eggjað til þess af öðrum úr röðum
forráðamanna sinna, sem sjálfir eru ófærir um alla upplýsingu. Af
þessu sést hver skaði hlýst af því að sá frækorni fordóma, því það
kemur ekki hvað síst niður á þeim sjálfum er það gerðu eða eftir-
mönnum þeirra. Þetta þýðir að almenningur upplýsist eingöngu
hægt og sígandi. Með byltingu má að vísu kollvarpa skipulagi
sem reist er á persónulegri harðstjórn og kúgun og birtist í fé-
græðgi og valdasýki. En þessu fylgir engin sönn endurbót hugar-
farsins; nýir fordómar verða alveg eins og hinir gömlu að hald-
reipi hins hugsanasnauða fjölda.
Eina skilyrðið fyrir því að umrædd upplýsing geti átt sér stað
er frelsið - og er þá átt við frelsið í sinni skaðlausustu mynd,
þ.e.a.s. frelsi til óskertrar notkunar skynseminnar á opinberum
vettvangi. Samt sem áður kveður við úr öllum áttum: „rökræðið