Skírnir - 01.09.1993, Page 79
SKlRNIR
HVAÐ ER UPPLÝSING?
381
ekki.“ Liðsforinginn segir: „rökræðið ekki, heldur gerið æfing-
arnar.“ Fjármálaráðherrann segir: „rökræðið ekki, heldur borg-
ið.“ Presturinn segir: „rökræðið ekki, heldur trúið,“ (aðeins einn
af ráðamönnum þessa heims segir: rökrœðið eins og ykkur lystir,
um hvað sem ykkur lystir, en hlýóiðl). Alls staðar eru frelsinu
settar hömlur. En hvaða takmarkanir standa í vegi fyrir upplýs-
ingunni? Hverjar eru henni ekki einungis skaðlausar, heldur jafn-
vel til framdráttar? - Svar mitt er: notkun skynseminnar á opin-
berum vettvangi verður ávallt að vera frjáls, það er aðeins þessi
notkun skynseminnar sem getur fært okkur upplýsingu. Aftur á
móti getur notkun skynseminnar á einkavettvangi í mörgum til-
vikum verið settar miklar hömlur án þess þó að það nái að hindra
framgang upplýsingarinnar að marki. Með notkun skynseminnar
á opinberum vettvangi á ég við að sérfróður maður beiti skynsemi
sinni frammi fyrir almenningi, þ.e. lesendahópi sínum. Með notk-
un skynseminnar á einkavettvangi á ég við þá notkun skynsem-
innar sem þeim hinum sama er leyfileg í sinni borgaralegu stöðu
eða embætti sem honum hefir verið falið. I ýmsum málefnum er
varða hagsmuni samfélagsins er ákveðið vélrænt skipulag nauð-
synlegt og innan þess verða ákveðnir aðilar að gera eins og fyrir
þá er lagt til þess að stjórnvöld geti, í krafti þess að ímynduð sam-
staða sé fyrir hendi, beitt þeim í þágu almennra markmiða eða
a.m.k. haldið þeim frá því að ónýta þessi markmið. I þessu tilviki
er vissulega ekki leyfilegt að rökræða, maðurinn verður að hlýða.
En svo fremi sem þessi hluti vélarinnar líti jafnframt á sig sem
hlekk í stærra samfélagi, jafnvel heimsborgarasamfélaginu - og
þar með sem sérfróðan mann er í ritum sínum talar til hins les-
andi almennings - getur hann vissulega stundað rökræður án þess
að þau störf sem honum hafa verið falin í þágu samfélagsins bíði
við það hnekki. Það myndi aðeins leiða til ills ef liðsforingi, sem
framkvæma ætti skipanir yfirmanns síns, færi að rökræða tilgang
og gildi þessara tilskipana í heyranda hljóði; hann verður að
hlýða. Hinsvegar getur enginn varnað honum að fjalla sem sér-
fróður maður um galla á herþjónustu og leggja athugasemdir sínar
undir dóm almennings. Hinn almenni borgari getur ekki skorast
undan að greiða þau gjöld sem á hann eru lögð; það er jafnvel
hugsanlegt að menn séu látnir sæta refsingu fyrir óskammfeilnar