Skírnir - 01.09.1993, Page 93
SKÍRNIR
HVAÐ ER UPPLÝSING?
395
handan líðandi stundar, né á bak við hana, heldur í henni. Nú-
tímaviðhorfið er ekki tískan, því hún fylgir einvörðungu farvegi
tímans, heldur sú afstaða sem gerir manni kleift að handsama hið
„hetjulega" í augnablikinu sem er að líða. Nútíminn er ekki næmi
fyrir hinu forgengilega núi; hann er viðleitni til að „hetjugera“
hina líðandi stund.
Ég læt nægja að vitna til orða Baudelaires um myndir sem
málaðar eru af samtímafólki í fornaldarklæðum. Baudelaire hæð-
ist að þeim málurum sem fylgja þessari tísku, vegna þess að þeim
finnast föt nítjándu aldar Ijót. Það nægir þó ekki að setja myndir
af nútímafatnaði á strigann til að vera nútímalegur. Málari nútím-
ans sýnir okkur að dökkur frakki er „hinn nauðsynlegi fatnaður
þeirra tíma sem við lifum á“. Honum tekst að sýna í þeirri fata-
tísku hið djúpstæða, stöðuga, þráláta samband samtíma okkar við
dauðann. „Svört föt og frakki búa ekki aðeins yfir pólitískri feg-
urð, votti þess að allir séu jafnir, heldur einnig yfir sérstöku
skáldskaparmáli, sem tjáir hina opinberu sál; risavaxin ganga út-
fararstjóra: pólitískra, ástfanginna, borgaralegra. Við erum öll að
fagna einhverri jarðsetningu." Til að skilgreina þetta nútíma-
viðhorf grípur Baudelaire gjarnan til úrdráttar, en hleður hann
merkingu með því að fella hann í form boðorðs: „Þér hafið engan
rétt til að fyrirlíta líðandi stund.“
2) Hetjugervingin er auðvitað írónísk. í nútímaviðhorfinu
felst engan veginn helgun líðandi stundar til að reyna að halda í
hana eða gera hana eilífa. Og í því felst heldur alls ekki að varð-
veita hana sem eitthvað forvitnilegt og stundlegt. Það væri nokk-
uð sem Baudelaire kallar „flánerie"; rölt eða stefnulausa skemmti-
göngu. Le fláneur, eða sá sem gengur um og virðir fyrir sér það
sem fyrir augu ber, lætur duga að opna augun, horfa og safna
endurminningum. Andspænis honum stillir Baudelaire manni
nútímans: „hann fer, hann hleypur, hann leitar ... Þið getið verið
viss um að þessi maður, þessi einfari gæddur líflegu ímyndunar-
afli, sífellt á sveimi um hinn mikla eyðisand mannlífsins, hefur
æðra markmið en einfaldur vegfarandi, almennara markmið sem
er annað en hin stundlega ánægja sem aðstæðurnar veita honum.
Hann er að leita að því sem vér leyfum okkur að kalla nútímann
... Hann er að leitast við að laða fram í tískunni hið skáldlega í