Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 94
396
MICHEL FOUCAULT
SKÍRNIR
hinu sögulega“. Sem dæmi um nútímaviðhorf nefnir Baudelaire
teiknarann Constantin Guys. Hann virðist ekki annað en vegfar-
andi, safnar hinu forvitnilega; hann situr eftir „síðastur alls staðar
þar sem ljósið fær að ljóma, skáldskapurinn að hljóma, lífið að
iða, tónlistin að titra, alls staðar þar sem ástríða getur fest auga,
alls staðar þar sem hinn náttúrulegi maður og maður siðvenjunn-
ar sýna sig í einkennilegri fegurð, alls staðar þar sem sólin lýsir
upp örar gleðistundir hins siðspillta dýrs“.
En mönnum má ekki skjátlast. Constantin Guys er enginn
vegfarandi; í augum Baudelaires er hann hinn dæmigerði málari
nútímans vegna þess að á þeirri stundu sem allur heimurinn
leggst til svefns, hefst hann handa við að umbreyta honum. I
þessari umbreytingu felst ekki að gera veruleikann að engu, held-
ur erfitt samspil milli sannleika veruleikans og beitingu frelsisins;
„náttúrulegir" hlutir verða „meira en náttúrulegir“, „fagrir" hlut-
ir verða „meira en fagrir“ og einstakir hlutir virðast „hlaðnir á-
köfu lífi eins og sál skaparans". Ekki er hægt að aðgreina dálæti
nútímaviðhorfsins á líðandi stund frá ákafanum sem í því felst að
ímynda sér hana öðruvísi og að umbreyta henni, ekki með því að
eyðileggja hana heldur með því að nema sérkenni hennar. Nú-
tímaviðhorfið í anda Baudelaires er aðferð sem tvinnar saman
ýtrustu athygli í garð veruleikans og beitingu frelsis sem í senn
virðir þennan veruleika og beygir hann undir vilja sinn.
3) En fyrir Baudelaire er nútímaleiki ekki einungis visst sam-
band við nútíðina, heldur einnig samband sem manni er nauðsyn-
legt að koma á við sjálfan sig. Að tileinka sér hina nútímalegu af-
stöðu krefst meinlætalifnaðar. Að vera nútímalegur er ekki að
sætta sig við sjálfan sig eins og maður er í straumi líðandi stundar;
það er að verða sjálfur að viðfangsefni flókinnar og erfiðrar sköp-
unar: það sem Baudelaire kallar með orðum samtíma síns
„dandýisma". Það er óþarfi að rifja upp hin velþekktu skrif
Baudelaires: um hina „grófu, jarðnesku og viðbjóðslegu“ náttúru;
um hina nauðsynlegu uppreisn mannsins gegn sjálfum sér; um
„glæsileikakenninguna" sem leggur „á sína metnaðarfullu og auð-
mjúku áhangendur" harðneskjulegri aga en hin grimmustu trúar-
brögð; að síðustu um meinlætalifnað „dandýsins“ sem gerir lík-
ama sinn, hegðun sína, tilfinningar sínar og ástríður, tilveru sína