Skírnir - 01.09.1993, Page 95
SKÍRNIR
HVAÐ ER UPPLÝSING?
397
alla að listaverki. Samkvæmt Baudelaire er nútímamaðurinn ekki
sá sem leitar að sjálfum sér, að leyndardómum sínum, að duldum
sannleika um sjálfan sig; hann er sá sem reynir að finna sjálfan sig
upp. Þetta nútímaviðhorf „frelsar ekki manninn í sannleika eigin
tilveru"; það neyðir hann til að helga sig því verkefni að búa sjálf-
an sig til.
4) Eitt að lokum. Baudelaire ímyndar sér ekki að þessi íróníska
hetjugerving nútíðarinnar, þessi leikur frelsisins sem umskapar
raunveruleikann, þessi sjálfssköpun meinlætamannsins, geti átt sér
stað í samfélaginu sjálfu eða á stjórnmálasviðinu. Þetta getur að-
eins orðið annars staðar: í því sem Baudelaire kallar listina.
Eg ætla mér ekki þá dul að einskorða við þessi örfáu einkenni
hinn flókna sögulega viðburð sem Aufkldrung var í lok átjándu
aldar né heldur hinar ólíku myndir sem hin nútímalega afstaða
hefur tekið á sig undanfarnar tvær aldir.
Ég vildi annars vegar leggja áherslu á hve ákveðin tegund
heimspekilegrar spurnar stendur föstum fótum í Aufklarung, en
viðfang þeirrar spurnar er í senn samband við líðandi stund,
sögulegur veruháttur og sköpun sjálfsverunnar sem sjálfstæðs
geranda; ég vildi auk þess benda á að sá þráður sem tengir okkur
á þennan hátt við Aufklarung felst ekki í tryggð við kennisetn-
ingar eða þætti þeirra, heldur í sífelldri endurnýjun á sömu
grundvallarafstöðu; þ.e. heimspekilegu eþosi sem hægt væri að
lýsa sem stöðugri gagnrýni á sögulega tilveru okkar. Ég mun nú
lýsa þessu eþosi í stuttu máli.
A. Neikvœtt
1. Þetta eþos hefur í fyrsta lagi það í för með sér að við höfnum
því sem ég stundum kalla „kúgun“ í nafni Aufklarung. Ég er
þeirrar skoðunar að sem safn viðburða í stjórnmálum, efnahags-
lífi, samfélagi, stofnunum og menningu, viðburða sem enn hafa
áhrif á samtíma okkar, eigi Aufklarung að hafa forgang sem rann-
sóknarefni. Ég tel líka að sem tilraun til að skapa bein tengsl milli
framgangs sannleikans og sögu frelsisins, hafi hún mótað heim-
spekilega spurningu sem enn hefur ekki verið svarað. Loks er ég
þeirrar skoðunar - og ég reyndi að sýna fram á það með hliðsjón