Skírnir - 01.09.1993, Page 98
400
MICHEL FOUCAULT
SKlRNIR
var þessi sagnfræði stundum beinlínis andsnúin upplýsingunni. Á
19. öld var að minnsta kosti jafn algengt að lýsa húmanisma og
upplýsingu sem andstæðum og að spyrða þau saman. Hvað sem
þessu líður, er það skoðun mín að á sama hátt og okkur ber að
forðast þá vitsmunalegu og stjórnmálalegu kúgun sem felst í
kröfunni um „að vera með eða á móti Aufklárung“, þá ber okkur
að varast hinn sögulega og siðferðislega rugling á stefjum húman-
ismans og spurningu Aufklárung. Greining á flóknu sambandi
þessara tveggja fyrirbæra á undanförnum tveimur öldum væri
verðugt verkefni, og mikilvægt því þar með létti ofurlítið þok-
unni í vitund okkar um okkur sjálf og fortíð okkar.
B. Jákvœtt
En þrátt fyrir þessa fyrirvara verður þetta heimspekilega eþos,
sem byggist á gagnrýni á því sem við segjum, hugsum og gerum,
og hefur stuðning af sögulegri verufræði um okkur sjálf, að fá já-
kvæðara innihald.
1. Þessu heimspekilega eþosi má lýsa sem afstöðu á mörkun-
um. Það felur ekki í sér höfnun, heldur á að forðast að þurfa að
velja á milli þess að vera fyrir innan eða utan; það á halda sér á
mörkunum. Gagnrýni er einmitt að greina mörkin og hugleiða
þau. En ef spurning Kants var hvaða mörk þekkingin ætti að
forðast að fara yfir, þá virðist mér að hina gagnrýnu spurningu í
dag verði að leggja fyrir með jákvæðum formerkjum: að hve
miklu leyti er það sem okkur er sagt að sé almennt, nauðsynlegt,
óumflýjanlegt, í raun og veru einstakt, tilviljunum háð og komið
til vegna valdbeitingar. Þetta er semsagt spurning um að breyta
gagnrýni sem leggur til grundvallar nauðsynlega takmörkun í
hagnýta gagnrýni sem gerir ráð fyrir þeim möguleika að hægt sé
að komast út fyrir mörkin.
Augljós afleiðing þessa er sú að gagnrýnin mun ekki felast í
leit að formgerðum sem hafa almennt gildi, heldur í sögulegri
rannsókn á þeim viðburðum sem urðu til þess að við tókum þetta
form og urðum meðvituð um okkur sem gerendur þess sem við
gerum, hugsum og segjum. I þessum skilningi er gagnrýnin ekki
forskilvitleg og tilgangur hennar er ekki að skapa skilyrði fyrir