Skírnir - 01.09.1993, Page 100
402
MICHEL FOUCAULT
SKÍRNIR
Því kýs ég að lýsa hinu heimspekilega eþosi sem einkennir
hina gagnrýnu verufræði um okkur sjálf, sem sögulegri og hag-
nýtri prófun á þeim mörkum sem við getum farið yfir; því er hún
vinna okkar sjálfra með okkur sjálf sem frjálsar verur.
3. En vafalaust væru eftirfarandi mótbárur fullkomlega rétt-
mætar: ef við einskorðum okkur við þessa tegund rannsókna eða
tilrauna, sem ávallt eru afmarkaðar og staðbundnar, eigum við þá
ekki á hættu að mótast af almennari formgerðum, sem við hvorki
erum meðvituð um né ráðum við?
Við þessu eru tvö svör. Það er rétt að við verðum að sætta
okkur við að við munum aldrei öðlast tæmandi og endanlega
þekkingu á hugsanlegum sögulegum takmörkunum okkar. Frá
þessu sjónarmiði hlýtur sjálf hin fræðilega og hagnýta reynsla
okkar af takmörkunum okkar - og af möguleikanum á að komast
út fyrir þær - ávallt að vera takmörkunum háð, mótuð af ein-
hvers konar aðstæðum og því sífellt endurtekin.
En þetta þýðir ekki að vinnan þurfi endilega að vera óskipuleg
og velta á ytri aðstæðum. Þessi vinna er á sinn hátt almenn og
skipuleg, hún á sér sitt innra samræmi og keppikefli.
a) keppikeflið:
Unnt er að lesa úr því það sem kalla má „þversögnina um
samband getu og valds“. Við vitum að hið mikla loforð eða hin
mikla von 18. aldarinnar, eða hluta 18. aldarinnar, var að tæknileg
geta til að hafa áhrif á raunheiminn og frelsi undan öðrum myndu
vaxa samhliða og í réttu hlutfalli. Og það má raunar sjá í allri
sögu vestrænna samfélaga að tileinkun tæknigetu og barátta fyrir
frelsinu hafa ávallt verið til staðar (ef til vill er þetta einmitt rótin
að einstökum sögulegum örlögum þeirra - svo sérstök, svo ólík
hinum í þróun sinni, og með svo almenna skírskotun og svo
drottnunargjörn í samanburði við önnur). En sambandið á milli
aukinnar getu og aukins sjálfstæðis er alls ekki eins einfalt og
menn héldu á 18. öld. Og það hefur komið á daginn á hvern hátt
ýmiskonar tækni hefur verið farvegur fyrir alls konar valdasam-
skipti (hvort sem um er að ræða efnahagslega framleiðslu, stofn-
anir sem hafa því hlutverki að gegna að viðhalda röð og reglu í
samfélaginu, eða tjáskiptatækni): dæmi um þetta er sameiginleg
eða einstaklingsbundin ögun af ýmsum toga og stöðlunaraðferðir