Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 108
410
JÚRGEN HABERMAS
SKÍRNIR
Paul Veyne,4 vinur Foucaults, á málið.) Hreyfist ekki þessi ísjaki
á allt annan hátt andspænis kaldhæðnislegu augliti sifjafræðings-
ins Foucaults heldur en hugsun nútímans, sem beinist að líðandi
stund, viðurkennir - einungis eins og tilgangslaus darraðardans
nafnlausra ferla þar sem vald og ekkert nema vald birtist, búið sí-
fellt nýjum grímum? Tók ekki Foucault í Orðum og hlutum Kant
sem dæmi um hina sérkennilegu aflfræði sannleiksviljans, sem
lætur hver einustu vonbrigði einungis verða sér að nýrri áeggjan
til aukinnar þekkingarframleiðslu sem enn missir marks?
Þekkingarform nútímans einkennist af þeirri sjálfheldu að þekk-
ingarveran, sem nú hverfist um sjálfa sig meðvituð um eigin end-
anleika, rís úr rústum frumspekinnar til að helga sig verkefni sem
krefðist óendanlegra krafta. Eins og Foucault sýnir fram á, gerir
Kant þennan vanda beinlínis að byggingarlögmáli þekkingarfræði
sinnar með því að endurmeta takmörk hinnar endanlegu þekk-
ingargetu sem forskilvitleg skilyrði þekkingar sem þróast út í hið
óendanlega. Vitsmunavera, sem eðli sínu samkvæmt hefur færst
of mikið í fang, ánetjast hinni mannhverfu formgerð þekkingar-
innar og þetta svæði hertaka síðan hugvísindin, en í þeim álítur
Foucault lævíst refsivald að verki. Með metnaðarfullum kröfum,
sem þau rísa aldrei undir, draga hugvísindin alltént upp háskalega
yfirborðsmynd algildrar þekkingar þar sem einskær viljinn til
vitsmunalegrar sjálfstjórnar leynist að baki. Það er ekki fyrr en í
hringiðu þessa botnlausa þekkingarvilja að sjálfsveran og sjálfs-
vitundin, sem Kant gengur út frá, myndast.
Þegar við snúum okkur aftur að fyrirlestrinum með þetta í
huga tökum við sannarlega eftir að slegnir eru varnaglar fyrir
alltof grófum mótsögnum. í okkar augum merkir upplýsingin,
sem innleiðir nútímann, að vísu ekki bara eitthvert tímabil í sögu
mannsandans. En Foucault varar við lotningarfullu viðhorfi
þeirra sem ætla sér aðeins að varðveita leifar upplýsingarinnar.
4 Sagnfræðingurinn Paul Veyne er af skóla sem kenndur er við tímaritið Anna-
les. Veyne hefur ritað margt um hinar grísku fornaldir í anda sögulegrar form-
gerðarstefnu.