Skírnir - 01.09.1993, Side 114
416
BILL HOLM
SKÍRNIR
leika. Þeim er það eðlilegt að auðmýkja og misþyrma hinum
bækluðu, hinum gömlu, hinum ljótu, hinum skrýtnu, hinum af-
káralegu. Hvorki ég né neinir af jafnöldrum mínum í Minneóta
skárum okkur úr að þessu leyti. Að kæfa útlendingahatrið í fæð-
ingu - að kveikja með manni sektarkennd og skömm fyrir það -
er kallað siðmenning. Það er fyrsta skylda foreldra.
Foreldrar mínir öxluðu þessa ábyrgð af fáheyrðri alvöru að
mér fannst. Þau mæltu svo fyrir að ég skyldi aldrei fara framhjá
Söru Kline án þess að taka í hönd hennar, heilsa henni kurteislega
á íslensku og - það sem var verst af öllu - beygja mig niður og
kyssa hana á kinnina. (Eg gnæfði yfir samanskroppinn, svartan
líkama hennar, jafnvel þegar ég var ungur drengur.) Móðir mín
þjálfaði mig í viðeigandi íslenskri málfræði, svo mér yrði ekki á
sú hræðilega skyssa að ávarpa konu með karlkynsendingu.
„Komdu Sæl Og Blessuth, Sara,“ tautaði ég þegar ég bjó mig
undir þessa daunillu, niðurlægjandi þrekraun.
Hún var alltaf þarna, beið á gangstéttinni fyrir framan gömlu
rakarastofuna og vinnufatabúðina sem skiptu með sér hrörlegum
framgafli hússins. Faðir minn heilsaði Söru á leið sinni inn í
Round-Up; móðir mín spjallaði svolítið á íslensku við hana, lík-
lega til þess að grennslast fyrir um heilsufar hennar, og síðan kom
röðin að mér. Ég heilsaði henni með uppgerðar kurteisi, tók í
hönd hennar, kyssti hana og vonaði um leið að ekkert af bekkjar-
systkinum mínum væri að horfa á þessa sýningu. Sara sagði mér
að ég væri góður drengur, svona líka stór og með þetta fallega
rauða hár, rétt eins og hún móðir mín, og svo teygði hún sig upp
og klappaði mér á kinnina með leðurkenndri, skítugri hendinni.
Þar með var þrekraunin afstaðin þessa vikuna.
Þá hafði ég ekki lesið söguna um Swift og betlikerlinguna fyr-
ir utan dómkirkju heilags Páls í Dublin. Eftir að hafa predikað
um kærleika og mannúð í garð hinna fátæku, einn sunnudag, var
hann á leið niður tröppurnar fyrir framan dómkirkjuna, ennþá
klæddur prestskrúða sínum, þegar gömul betlikerling rétti fram
höndina eftir ölmusu. Swift leit niður á höndina, og sneri sér síð-
an undan með óbeit. „Hún hefði að minnsta kosti getað þvegið
höndina,“ mælti hann að því er sagt er og ég hefði getað sagt það
sama, nema hvað móðir mín hefði afneitað mér fyrir að segja það.