Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 115
SKÍRNIR
1 GARÐINUM
417
Reyndar sagði Guttormur Guttormsson það ekki heldur;
hann var íslenski presturinn í Minneótabæ í fimm eða sex áratugi.
Eins og Swift, var hann umboðsmaður heilags Páls, en þessi Páls-
kirkja var úr eik. Guttormur heilsaði Söru á hverjum sunnudegi
við dyr kirkju sinnar jafn kurteislega og auðvitað á jafn lýtalausri
íslensku og þegar hann heilsaði sínum virðulegustu sóknarbörn-
um. Hún sótti kirkju reglulega, var alltaf aðeins of sein og sat al-
ein aftast í kirkjunni. Hún hafði, án þess að sú væri ætlun hennar,
einkabekk í kirkjunni, og íslensk-lútersku sóknarsystkinum henn-
ar ætti að fyrirgefast að vilja ekki flykkjast of nærri henni. Gutt-
ormur teygði lopann af miklum móð, og loftið í kirkjunni var
mollulegt. Á táningsaldri var ég annað veifið orgelleikari kirkj-
unnar og hafði gott útsýni af svölunum. Þaðan gat ég skoðað
söfnuðinn, lesið þar skáldsögur D.H. Lawrence, og á annan hátt
komist hjá því að betrumbætast af löngum ræðum um guðfræði
endurlausnar og náðar. Eg fylgdist alltaf vel með Söru þegar sam-
skotunum var safnað; aldrei brást að hún léti einn eða tvo smá-
aura á flauelsfóðraða diskinn sem var fullur af þöglum pappír,
hún lét þá alltaf af hendi með svolítilli eftirsjá og sneri höfðinu til
þess að fylgjast með peningadisknum á leið hans upp kirkjugólfið
í áttina að Jesúmálverkinu.
Eins og svo margar aðrar gamlar konur, ríkar og fátækar, bað
hún mig að syngja við jarðarför sína, og ég gerði það. Ég held að
fyrir Söru hafi ég sungið „Komið, þið hin vansælu" og „Geng ég
einn í garðinum". I kistunni var hún hreinni en hún hafði nokk-
urntíma verið í lifanda lífi - glaðlegri, fölleitari, jafnvel minni, og
að ég held hamingjusamari. Ef ég man rétt þá sat engin fjölskylda
á sorgarbekknum, en þess í stað allmargir úr söfnuðinum, sem
höfðu auðvitað þekkt hana vel í þrjá aldarfjórðunga.
Móðir mín var margfróð um sögu staðarins og átti margar
sögur í fórum sínum; hún var einskonar sagnaþula bæjarins, en
hún var alltaf orðvör þegar ég bað hana að segja mér sögu Söru
Kline. „Hún var fátæk kona, og líf hennar var þrautaganga,"
sagði Jóna, „og börn voru alltaf vond við hana af því að hún var
skítug og skrýtin í útliti. Þú mátt ekki bæta ofan á það; og þegar
þú sérð Söru, þá skaltu alltaf leggja lykkju á leið þína til að heilsa
henni kurteislega á íslensku og með kossi. Hún á skilið að ..."