Skírnir - 01.09.1993, Page 116
418
BILL HOLM
SKÍRNIR
„Já, já, já,“ sagði ég til að stöðva þessa margkveðnu þulu, „en
hvað kom fyrir aumingja konuna, hvað olli því að hún átti svona
ömurlega ævi?“
„Líf hennar var eintóm þrautaganga, og þú verður alltaf
byrjaði Jóna á ný, án þess að henni miðaði nokkuð við að útskýra
smáatriðin í fortíð Söru sem var greinilega svo dimm og brösótt.
Eg komst á snoðir um sumt úr fortíð hennar, nánast fyrir til-
viljun, löngu eftir að bæði hún og foreldrar mínir voru dánir. Sara
var jörðuð í íslenskum grafreit bæjarins, hálfa mílu suður af
Minneóta. Flest nöfnin á legsteinunum voru venjuleg, hversdags-
leg nöfn, eins og Gíslason, Hallgrímsson, Björnsson, Guttorms-
son, Hrafnsson, Jökull, en svo voru fáein skrýtin nöfn eins og
Schram og Kline. Þegar ég var drengur fannst mér þau aldrei
skrýtin; ég gerði ráð fyrir að Guð hefði örugglega séð til þess að
aðeins íslendingar kæmust á svona göfugan stað, og henni væri
treystandi til að koma öðrum fyrir annarsstaðar. En dag einn var
ég á gangi um kirkjugarðinn með eldri og heldri íslenskri fjöl-
skyldu frá Minneóta sem þekkti alla á staðnum, og nefndi þá með
nafni þegar þau stigu yfir steinana.
„Lítið á þetta,“ sagði Björn. „Einhver hefur fært gröf Skúnks,
og gróðursett blóm á henni. Það er meira en tíkarsonurinn á skil-
ið.“
„Skúnkur?"
Hann benti á gröf manns sem hafði dáið 1945.
„Hversvegna er gröf hans við hlið Söru?“ spurði ég.
„Veistu það ekki? Sara var móðir hans. Hún var vinnukona
sem hann gamli Christian Gunter Schram, sem var af þýskum
ættum, ekki íslenskum, tók með sér frá Islandi. Hann var gamall
kaupmannsþrjótur. Hann barnaði Söru, en gaf henni ekkert um-
fram það. Hún var fátæk og fákunnandi stúlka sem ól upp dreng-
inn sinn á eigin spýtur. Hann varð fyllibytta, stal frá móður sinni,
misþyrmdi henni, og dó að lokum á fylliríi."
„Og viðurnefni hans var Skúnkur af því að ...“
„Það hæfði honum."
Hinn visni, óþvegni líkami Söru reis upp innra með mér; ég
fann dauninn af hinum gömlu hálfreyktu sígarettustubbum í
poka hennar, fann aftur fyrir leðurkenndum lófa hennar á vanga