Skírnir - 01.09.1993, Page 117
SKÍRNIR
í GARÐINUM
419
mér. Þetta var sagan sem móðir mín sagði aldrei, ástæðan fyrir
því að mér var svo vandlega kennt að koma fram við hana eins og
hún væri greifynja. Nóg hafði drifið á daga hennar í þessum
heimi, svo ekki sé meira sagt, og hún þurfti ekki á meiri niður-
lægingu að halda á leið sinni út úr honum. Siðmenning felst oft
ekki svo mjög í því að vita hvað maður á að gera við fyrstu kynni,
heldur byggist hún á því að búa yfir nægu viti og mannúð til þess
að reyna (þótt vonlítið sé) að laga það sem aflaga hefur farið, eða
að minnsta kosti bjóða fram einlæga hughreystingu við nánari
kynni.
Arný Hjaltadóttir þýddi
Nokkur orð um Bill Holm
Bill Holm (Vilhjálmur Jón Hólm) fæddist í kaupstaðnum Minneota í
suðvesturhluta Minnesotaríkis í Bandaríkjunum árið 1943. Hann ólst
upp á bóndabæ skammt norður af Minneota. Seint á síðustu öld höfðu
sest að á þessu svæði einkum innflytjendur frá þremur löndum: Noregi,
Belgíu og íslandi. íslensku nýbúarnir voru allflestir frá Austurlands-
fjórðungi, einkum Vopnafirði og Jökuldal, og flestir yfirgáfu Island
1879-80.
Faðir Bills var Vilhjálmur Hólm Sveinsson, sonur Ingibjargar
Björnsdóttur og Sveins Jóhannessonar. Langafi Bills, Jóhannes Sveins-
son, var bóndi á Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá áður en hann fluttist
vestur um haf. Móðir Bills hét Jónína Sigurborg og var dóttir Kristínar
Þorkelsdóttur úr Aðaldal í Þingeyjasýslu og Hermanns Vigfússonar;
faðir hans, Vigfús Jósefsson, átti bú á Hauksstöðum í Vopnafirði. Þegar
Vigfús hvarf til Vesturálfu seldi hann búið öðrum langafa Bills, Birni
Gíslasyni, föður áðurnefndrar Ingibjargar, en hann flutti síðan einnig til
Bandaríkjanna. Það má vera til marks um það hvað Vestur-íslendingarn-
ir í suðvestanverðu Minnesotaríki héldu innbyrðis tengslum sínum fram
eftir þessari öld, að Bill skuli að ætterni (og skapgerð, að eigin sögn) vera
„alger" Islendingur.
Bill nam bæði bókmenntir og tónlist og lauk M.A.-prófi frá Kansas-
háskóla árið 1967. Síðastliðin 25 ár hefur hann verið bókmenntakennari