Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 118
420
BILL HOLM
SKÍRNIR
við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum og víðar. Hann var Fulbright-sendi-
kennari í amerískum bókmenntum við Háskóla Islands 1979-80 og
kveðst eiga mjög ljúfar endurminningar frá þeim tíma. Mest hefur hann
kennt við Southwest State háskólann í Marshall, Minnesota; þaðan fór
hann sem skiptikennari til Xi’an Jiaotong háskólans í Kína. Bók hans
Coming Home Crazy (1990), sem er þekktasta ritverk hans til þessa,
fjallar um þá reynslu. Af öðrum bókum hans má nefna ljóðabækurnar
Boxelder Bug Variations (1985) og The Dead Get By With Everything
(1991), og sagnaverkin The Music of Failure (1985) og Landscape of
Ghosts (1993). Bill fjallar mikið um Vestur-íslendinga í ljóðum sínum og
í frásögnum sem liggja á mörkum ritgerða og smásagna, eins og þeirri
sem fer hér á undan. Einnig hefur hann skrifað um reynslu sína af Is-
landi, og Island kemur jafnvel nokkuð við sögu í Kínabókinni fyrr-
nefndu. Sagan „I garðinum“ er tekin úr bókinni Unexpected Fictions
(Turnstone Press, 1989). I bókinni eru níu sögur eftir jafnmarga norður-
ameríska höfunda af íslenskum ættum. Bókin var gefin út í tilefni af 100
ára afmæli Islendingadagsins í Manitoba (ritstjóri er Kristjana Gunnars).
Auk þess að vera skáld og kennari er Bill tónlistarmaður; hann syng-
ur og leikur á hljóðfæri. Þeir sem heimsækja hann í gamla, stóra húsið í
Minneota geta átt von á að hitta hann fyrir við eitt af hljómborðunum
sínum, spilandi tónlist eftir Bach, Liszt, Charles Ives, Jelly Roll Morton
eða Björgvin Guðmundsson.
Um framlag Islendinga til Minneotabæjar má geta þess að þeir stofn-
uðu þar skóla og dagblað, auk þess sem fyrsta bókabúð bæjarins var rek-
in af Islendingi og hét sú verslun „Stóra búð“. Skáldið Káinn var tíður
gestur í bænum. Þegar hann var staddur á kirkjuþingi í vesturíslenska
bænum Mountain í Norður-Dakóta árið 1913 komst hann að því að full-
trúarnir frá Minneota vildu halda bæ sínum þurrum. Þá orti hann vísuna
„Blótið":
Mammon blóta; Bakkus hóta
bana skjótum þar;
frá Minneota, Minnesota
margur ljótur var.
Þrátt fyrir þessa vísu Káins - eða einmitt vegna hennar - hefur Bill
dálæti á honum og vinnur nú að því, ásamt Wayne Guðmundssyni, að
setja saman myndabók frá slóðum Káins í Norður-Dakóta og mun bók-
in geyma sýnishorn af vísum og kvæðum Káins í enskri þýðingu.
Eg vil þakka Viðari Hreinssyni, kennara við íslenskudeild Manitoba-
háskóla, fyrir hjálp hans og tillögur sem komið hafa mér vel við þýðingu
sögunnar.
Þýðandi