Skírnir - 01.09.1993, Page 120
422
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
ok stóð í mót allri forneskju með gllum mát ok megni, þvíat áðr var eptir
í kristninni miklar ok illar arfleifar heiðins siðar, ok eigi var upp rætt or
guðligum akri meðan kristnin var úng.
Frásögn þessi er rituð tæpri öld eftir lát hins öfgafulla biskups og
ber á margan hátt keim af sambærilegum helgisögum sem fjöll-
uðu um erlenda dýrlinga. Því er sjálfsagt að taka henni með fyrir-
vara (sjá Jón Samsonarson 1964, I, x-xi). Þó ber að gæta þess að
ýmsum fornum rótgrónum hefðum, svo sem þeim sið að skilja
eftir bjór og smurt brauð undir gamla trénu á bæjarhaugnum á
helgum dögum, var viðhaldið í Noregi allt fram á nítjándu öld.
Það virtist engu skipta þótt blátt bann hafi verið lagt við slíku at-
hæfi í Gulaþingslögum (Robberstad 1981, 44; Olrik og Ellekilde
1926-1951, I, 229-249, 302-303). Annað dæmi er sú útbreidda og
langlífa hefð í Noregi að vinna ekki frameftir á fimmtudögum
(Þórsdegi) af ótta við að styggja fjölskylduandana (Olrik og
Ellekilde 1926-1951,1, 233, 303). Þrátt fyrir mikla og ofstopafulla
viðleitni konunganna Ólafs Tryggvasonar og Ólafs Haraldssonar
er ljóst að heiðin trú og siðir hurfu ekki að fullu á Norðurlönd-
unum við kristnitöku. I mörgum tilvikum lifðu fornar hefðir
góðu lífi meðal almennings undir nýjum nöfnum (sjá Lid 1928,
158-169). Og ekkert var eðlilegra. Bændur áttu allt sitt undir
náttúruöflunum og voru því tregir að snúa baki við þeim einföldu
helgisiðum sem „hjátrúarfullar" kynslóðir höfðu haldið í heiðri
mann fram af manni til að tryggja góða uppskeru. Presturinn í
sveitinni kann að hafa maldað í móinn en hann var ekki alltaf ná-
lægur og þar að auki oft lægra settur í þjóðfélagsstiganum. Fjöl-
skyldan átti á hættu að svelta í þessu lífi og við slíkar aðstæður
máttu ákvarðanir herranna á Gulaþingi eða á Alþingi sín lítils.
Fá kvæði ber jafn oft á góma í deilum manna um möguleg
tengsl eddukvæða við hinn heiðna „sjónhverfilega kuklaraskap"
og Skírnismál eða Fqr Skírnis, eins og það er nefnt í handriti Kon-
ungsbókar (GkS 2365 4to). Kvæðið er, líkt og mörg önnur goða-
kvæði Eddu, ort undir Ijóðahætti og segir að mestu í samtals-
formi frá för Skírnis til Jötunheima. Skírnir gengur þar erinda
æskuvinar síns, goðsins Freys, sem breyst hefur í hugsjúkan
‘ofreiðan afa’ við að líta hina ægifögru Gerði Gymisdóttur