Skírnir - 01.09.1993, Side 122
424
TERRY GUNNELL
SKlRNIR
veruleika norsku hirðarinnar. Lars Lönnroth nálgast ritunartíma
handritanna jafnvel enn frekar þegar hann heldur því fram, í anda
Lévi-Strauss, að kvæðið hafi varað þrettándu aldar lesendur við
þeim hættum sem fólust í mægðum milli fólks af ólíkum þjóðfé-
lagsstéttum (Lönnroth 1977). Gallinn við báðar þessar túlkanir er
sá að það er ákaflega erfitt að vita með nokkurri vissu hvaða við-
horf fólk hafði til bókmennta fyrr á tímum og hvernig það réð í
táknmyndir tiltekins kvæðis. Það veikir til dæmis rökfærslu
Lönnroths tilfinnanlega að faðir Freys (fulltrúi ríkjandi sam-
félagsgilda samkvæmt túlkuninni: Lönnroth 1977, 166) fór sjálfur
óhefðbundna leið með því að giftast jötnadóttur. Þótt á ýmsu hafi
gengið í hjónabandinu virðist manni að hvorki Njörður né Skaði
hafi haft efni á að leggja syni sínum strangar lífsreglur um val á
kvonfangi.
Skírnismál hefur verið túlkað á margvíslegan hátt og fleiri
túlkanir eiga vafalaust eftir að líta dagsins ljós; það má leika sér
endalaust með merkingu kvæðisins. Það er hins vegar nauðsyn-
legt að byggja túlkanir á efni kvæðisins á niðurstöðum um eðli
varðveitta textans: Hvernig og við hvaða kringumstæður var
hann fluttur á þrettándu öld?
Þá hugmynd að Skírnismál og önnur samtalskvæði í Eddu,
þar á meðal Hárbarðsljóð og Vafþrúðnismál, geymi leifar fornra
helgileikja má rekja allt aftur til fyrri hluta nítjándu aldar. Hún
kom fyrst fram árið 1823 hjá Finni Magnússyni sem sagði í
danskri útgáfu sinni af Skírnismálum að kvæðið hafi sennilega
verið „sungið eða jafnvel flutt með leikrænum hætti á mannfund-
um eða við hátíðleg tækifæri“ að vetrarlagi (Finnur Magnússon
1821-1823, II, 173 nmgr. **; sjá einnig 134-36). Hugmyndin virð-
ist hafa notið töluverðra vinsælda allt til loka nítjándu aldar, enda
hölluðust að henni þjóðfræðingar og samanburðartrúfræðingar á
borð við Grimm, Mannhardt og Frazer (sjá Rydquist 1836, 170-
171; Bergmann 1838, 20-24; 1871, 43-51 og 67-71; Wieselgren
1834-1849, II, 59; Ljunggren 1864, 3-9; Mullenhoff 1879, 152;
Vigfússon og Powell 1883, I, 100-101). Hámarki náði þessi um-
ræða snemma á þessari öld í verkum Henriks Schuck (sjá Schúck
og Warburg, 1911-1932, I, 23-26, 85-90), Vilhelms Grönbech
(1932, II, 260-341) og þó sérstaklega hjá Dame Berthu Phillpotts,