Skírnir - 01.09.1993, Side 130
432
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
með því að afhenda það Skírni né að ástsýki Freys dragi einhvern
frekari dilk á eftir sér.
Frásögn Snorra og inngangur Skírnismála eru augljóslega
samstíga í vissum atriðum og jafnvel samhljóða. Ennfremur vekur
athygli að í inngangi Skírnismála skuli standa: „Njyrðr bað hann
[Skírni] kveðia Frey máls“ og síðan, strax í næstu setningu, að
Skaði hafi tekið til máls. Þetta ósamræmi vekur sterkar grun-
semdir um að ritstjóri hafi hér 'fellt saman vitnisburð tveggja
ólíkra heimilda. I þessu sambandi má minna á að Snorri getur
þess ekki að Skaði hafi verið viðstödd.
Líklegt má telja, eins og Lindblad hefur bent á (1977, 14-20),
að tilurð Snorra-Eddu hafi orðið hvati að frekari söfnun eddu-
kvæðanna. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að ritstjórarnir hafi
haft texta Snorra til hliðsjónar þegar þeir gengu frá kvæðunum í
bók. Lleiri beinar hliðstæður í orðlagi Snorra-Eddu og Konungs-
bókar, til dæmis í lausamálstextum Lokasennu og Fáfnismála,
benda líka til þess að þeir hafi haft ágæt not af Snorra (sjá Einar
Ólaf Sveinsson 1962, 188; Jón Helgason 1971, II, x; Ross 1987,
140; Gunnell 1991, 207-209). Að vísu má hugsa sér að Snorri hafi
þegið þær upplýsingar um Lrey sem fram koma í Gylfaginningu
frá inngangi í óbundnu máli sem fylgt hafi Skírnismálum. Til að
skýra hliðstæður í orðalagi þessara tveggja verka verðum við hins
vegar að gera ráð fyrir að texti inngangsins hafi varðveist svo til
óbreyttur í munnlegri geymd frá því að Snorra-Edda var samin
(um 1220: Lindblad 1978, 18) fram til þess að farið var að safna
eddukvæðunum. Slíkt er harla ólíklegt. Rétt er að minna á að frá-
sögn Snorra byggir aðeins á þeim erindum sem standa fremst og
aftast í kvæðinu (SnE, 37-38); Snorri greinir hvorki frá því hvað
ber fyrir Skírni á leiðinni til Gerðar né frá fundi þeirra tveggja,
sem þó er þungamiðja kvæðisins. Af þessum sökum má efast um
að Snorri hafi þekkt kvæðið í heild sinni. I ljósi þess að hann
vitnar aðeins beint í eitt erindi, sem er afbrigði af lokaerindi
kvæðisins (er. 42; sjá hér að framan), virðist að minnsta kosti
ósennilegt að hann hafi haft undir höndum eða þekkt til þeirrar
gerðar Skírnismála sem varðveist hefur.
Eins og Jón Helgason hefur bent á (1971, II, x), eru mestar
líkur á því að sá sem samdi þann inngang Skírnismála sem varð-