Skírnir - 01.09.1993, Page 131
SKÍRNIR
SKÍRNISLEIKUR OG FREYSMÁL
433
veittur er í Konungsbók og AM 748 4to hafi stuðst við efni
Snorra-Eddu. Það er vitanlega erfitt að skera úr um hvort einhver
annar inngangur í óbundnu máli hafi fylgt kvæðinu fyrir þann
tíma. En ef svo hefur verið, hvers vegna geymir þá varðveitti inn-
gangurinn engar sérstakar upplýsingar fyrir utan þær sem rekja
má ýmist til Snorra eða texta sjálfs kvæðisins?
Hér komum við að jafnvel enn markverðari þætti Skírnis-
mála; varðveislu kvæðisins í handritunum tveimur (sjá Wimmer
og Finn Jónsson 1891; Heusler 1937; Finn Jónsson 1896; Wessén
1945). Við athugun á handritunum er sérstök ástæða til að taka
eftir því hvernig skrifarinn gefur til kynna hvaða persóna hafi
orðið í einstökum erindum. Fjóst er að slík boð („Skírnir kvað,“
„Freyr kvað“ o.s.frv.), sem eru ekki hluti af hinu bundna máli,
hefðu truflað hrynjandi kvæðisins í munnlegum flutningi. Það að
þessi boð hafi upprunalega verið álitin utanaðkomandi hluti text-
ans má merkja af því að þau eru (með þremur undantekningum3)
ekki hluti af meginmálinu í handriti Konungsbókar. Þess í stað
eru þau skammstöfuð („s.q.“; „f.q.“, o.s.frv.) á ytri spássíu hverr-
ar síðu, til hliðar við viðkomandi erindi.
Þessari sömu tækni er beitt í fimm öðrum samtalskvæðum í
Konungsbók, það er að segja Vafþrúðnismálum (s. 14-16), Hár-
barðsljóðum (s. 24-26), Lokasennu (s. 29-33), Fáfnismálum (s. 59-
62), og hluta af Helgakviðu Hjörvarðssonar (s. 43-44) (að vísu
hafa spássíumerkingarnar verið skornar á stöku stað utanaf síð-
um). Sami frágangur er á Vafþrúðnismálum (fol. 3r- 3v) og Skírn-
ismálum (fol. 2r-2v) í handritinu AM 748. Hins vegar er þessari
tækni augljóslega ekki beitt í handritunum í samtalskvæðunum
Alvíssmálum, Reginsmálum og Baldrs draumum.
Handritið AM 748 er sérstakrar athygli vert í þessu sambandi,
þar sem allt virðist benda til að skrifarinn (eða skrifari handritsins
sem hann fór eftir) hafi ákveðið að taka upp þessa tækni þegar
3 Það er að segja „Scírn q.“ á undan fyrstu orðræðu Skírnis (er. 2), „Sc.mt.v.
hestin" á undan ávarpinu til hestsins (er. 10), og „Ambqt q.“ áður en ambátt
Gerðar tekur til máls (er. 15).