Skírnir - 01.09.1993, Page 134
436
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
í evrópskum handritum sem eru frá svipuðum tíma og eldri.
Nokkrir fræðimenn hafa einmitt kannað þessa tækni í erlendu
handritunum og er Peter Dronke þar í fararbroddi (1983, 105-105;
1986, 66-75). Athygli vekur að spássíugreinarnar finnast aðeins í
handritum verka sem virðast hafa verið ætluð til leiks, það er í
leikritum einhvers konar.5 Vísanir til mælenda á spássíu eru þar
aðeins til gagns fyrir leikarann eða þann sem les verkið í hljóði.
Ekki var ætlast til að spássíumerkingarnar væru lesnar upphátt.
Voru Skírnismál, samkvæmt þessu, „leikrit" í augum skrifar-
ans? Var kvæðið flutt eins og „leikrit"? Ef maður virðir fyrir sér
varðveitta textann, að undanskildum spássíumerkingunum og
lausamálsköflunum, er gild og góð ástæða til að halda að svo hafi
einmitt verið. Hver sá sem reyndi að flytja kvæðið einn síns liðs
þurfti að vera einkar snjall og þjálfaður leikari ef hann ætlaði að
koma efninu þannig til skila að áhorfendur misstu aldrei þráðinn.
Vitanlega krefst leiklist hvorki sviðsmyndar, búninga, förðun-
ar, ljósa, né leikhóps. Hún er í eðli sínu ekki annað en meðvituð
persónutúlkun fyrir framan áhorfendur. Um leið og áhorfendur
sjá flytjandann í hlutverki þess sem talar („ek“) ganga þeir á vit
hins leikræna þykjustuheims. Þeir sem vitni urðu að jafnvel mjög
einföldum flutningi Skírnismála hafa ekki komist hjá því að sam-
sama flytjandann þeirri persónu sem talaði hverju sinni. Enn-
fremur freistast flytjandinn jafnan til að ljá persónum sterkari
einkenni og ríkari kenndir alls staðar þar sem orðræða þeirra
býður uppá slíkt. En bjó meira að baki, var kvæðið annað og
meira en fornt „útvarpsleikrit" fyrir raddirnar einar?
Við nánari athugun tekur maður eftir því að í Skírnismálum
úir og grúir af skírskotunum í nútíð til beinna sjónrænna athafna:
5 Augljósustu hliðstæðurnar hér eru viss handrit latneska gamanleiksins Babio
frá síðari hluta þrettándu aldar eða upphafi þeirrar fjórtándu; engilnor-
mönnsku helgileikjanna La seinte resureccion frá síðari hluta þrettándu aldar
og Le mystére d’Adam frá miðri tólftu öld; og enska helgileiksins The har-
rowing of Hell („Hrellingar skelfingarvítis") frá upphafi fjórtándu aldar. 1
þessum handritum er merkt á spássíuna hver talar á mjög svipaðan hátt og
gert er í Konungsbók og AM 748. Sjá Gunnell 1991, 298-309; 1993.