Skírnir - 01.09.1993, Page 139
SKÍRNIR
SKfRNISLEIKUR OG FREYSMÁL
441
Ljóst er að hvorki Skírnir né hirðirinn mæla þessi orð. Við virð-
umst skyndilega vera stödd innan dyra. Helst mætti ætla að
Gymir láti hér að sér kveða. Samkvæmt því hefur reglunni um
tvær persónur á vettvangi verið hnikað til (eins og hugsanlega í
þriðja erindi) því að Skírnir og hirðirinn hljóta ennþá að vera við-
staddir í huga áheyrenda. Málin flækjast enn frekar í næsta erindi,
þar sem segir: „Maðr er hér úti / stiginn af mars baki / ió lætr til
iarðar taka“ (er. 15). Eðlilegt væri að gera ráð fyrir að hirðirinn,
sem er sjálfur staddur „hér úti“, mæli þessi orð. En athugasemdir
handritsins afsanna báðar þessar tilgátur. Gerður tók til máls í
fyrra erindinu (er. 14); þó er hún ekki nefnd á nafn í kvæðinu
sjálfu fyrr en fimm erindum síðar (er. 19). I millitíðinni kunna
áheyrendur að standa áfram í þeirri trú, með tilheyrandi vænting-
um, að Gymir hafi talað í erindi 14. I hinu tilvikinu (er. 15) talar
ambátt Gerðar, en hún er ekki nafngreind í texta kvæðisins og
hverfur svo til jafnskjótt og hún hefur lokið máli sínu. Frá sjónar-
horni áheyrenda eru hér þrjár ef ekki fjórar persónur viðstaddar í
einu.
Framhald hins svokallaða „kvæðis" er öllu ljósara þar sem
meginhluti þess er samræða Skírnis og Gerðar. I kjölfar hennar
fylgja svo orðaskipti Skírnis og Freys. Greiningin hér að ofan ætti
samt sem áður að hafa leitt í ljós þau vandamál sem við er að etja
við flutning Skírnismdla. Til að forðast óþarfa rugling í huga á-
heyrenda verður flytjandinn að beita einhverjum leikrænum til-
burðum til að greina á milli ólíkra persóna. Form varðveitta text-
ans bendir til að um einhvers konar leikræna túlkun hafi verið að
ræða. Ef hins vegar hefði verið ætlast til að aðeins einn maður sæi
um þennan flutning, jafnvel með leikrænum hætti, þá hefði nöfn-
um persónanna vafalaust verið komið á framfæri með reglu-
bundnari hætti, líkt og gert er í danskvæðum úr munnlegri
geymd. Það er öllu líklegra, eins og vandamálið með Gerði/Gym
bendir til, að fleiri en einn flytjandi hafi tekið þátt í flutningi
Skírnismála og að raunveruleg tilfærsla milli staða hafi átt sér
stað. Með þessu móti væri auðveldara að útskýra uppbyggingu
kvæðisins og það að texti þess lýsir ekki mikilvægum athöfnum
persónanna, til dæmis för Skírnis yfir vafurlogann og heimferð
hans undir lok verksins.