Skírnir - 01.09.1993, Side 140
442
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
í þessu sambandi má vekja athygli á að aðeins ein persóna
ferðast á milli ólíkra viðkomustaða í Skírnismálum, en það er
Skírnir sjálfur (sjá Phillpotts 1920, 176-179). Hinar persónurnar
færast ekki úr stað, sé horft framhjá lausamálskaflanum sem
kveður Frey hafa staðið „úti“ þegar Skírni bar aftur að garði.
Samkvæmt þessari útskýringu á Freyr að hafa yfirgefið híbýli sín
til að taka á móti Skírni úti á hlaði, líkastur búralegum kóngi úr
norsku ævintýri. Slík tilfærsla er óþörf og ekki í samræmi við
persónulýsingu Freys í upphafi Skírnismála, sem einkennist af
háska, myndugleika og vissri helgi. Astæða er til að ætla að höf-
undur lausamálskaflans hafi skotið þessari athugasemd inn til að
varpa ljósi á orð Freys: „Segðu mér þat, Skírnir, / áður þú verpir
spðli af mar / ok þú stígi feti framar“(er. 40).
Þær skorður sem hreyfingum persónanna virðast settar eru at-
hyglisverðar og gefa manni tilefni til að velta vöngum yfir mögu-
legum leiðum í uppfærslu Skírnismála á öndverðum miðöldum.
Ef höfð er hliðsjón af lengd „atriða" og litið á Skírnismál sem
leikrit eða leik í flutningi leikara, virðist eðlilegast að gera ráð fyr-
ir kerfi „stöðva" (mansions), líkt og tíðkaðist í latneskum kirkju-
leikjum á tólftu öld og í helgileikjum á þjóðtungum sem sýndir
voru á torgum úti á síðmiðöldum. I stað venjulegs leiksviðs, léku
menn samkvæmt þessu kerfi á eins konar leiksvæði (platea), en
innan þess voru afmarkaðir ákveðnir staðir eða „stöðvar" (sjá
Tydeman 1978, 57-63, 67-70, 144-157). Hér má nefna til skýring-
ar La seinte resureccion, engilnormannskan helgileik frá þessu
tímabili, en handrit hans hefur spássíumerkingar líkt og handrit
Skírnismála (sjá Gunnell 1993). Verkið lýsir pínu og dauða Krists
en því fylgja skýrar leiðbeiningar um sviðsetningu, þar á meðal
„stöðvarnar", en þeirra á meðal voru Himnaríki, Golgata og Víti
(sem oft var sviðsett sem opinn, logandi kjaftur). Aðrar stöðvar
voru aftur á móti skírðar eftir viðkomandi persónum (Pílatus,
Maríurnar, Longinus) fremur en stöðum (sjá Bevington 1975,
122-123). (Sjá mynd 2.) Hinir leikararnir fluttu sig síðan stað úr
stað í samræmi við framvindu leiksins. Samkvæmt slíku táknrænu
kerfi „stöðva“ þyrfti Freyr ekki að skipta um stöðu (ganga ,,út“)
til að taka á móti Skírni og það tæki Skírni ekki nema örfá andar-