Skírnir - 01.09.1993, Page 142
444
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
sýningu í framkvæmd; verkið sjálft og sérstaklega spássíumerk-
ingarnar í handritunum benda til leikræns flutnings.6
Þá komum við að spurningunni um hugsanlegan uppruna og
upphaflegt samhengi Skírnismdla. Samkvæmt því sem hér hefur
verið haldið fram höfum við undir höndum einhvers konar leikrit
á bundnu máli fremur en kvæði, nánar tiltekið eitt elsta „leikrit"
sem varðveist hefur á þjóðtungu í Norður-Evrópu. „Leikritið“
fjallar hins vegar ekki um ástir venjulegs fólks, líkt og mörg
evrópsk leikverk frá þessum tíma sem byggð voru á sýningum
farandleikara, svo sem enska miðaldaverkið Dame Sirith eða Le
jeu de Robin et Marion eftir Adam de la Halle. Efni Skírnismála
er ekki heldur af kristilegum toga, eins og helgileikir kirkjunnar
frá tólftu og þrettándu öld.
Skírnismálum lauk næstum áreiðanlega með samruna frjósem-
isgoðsins Freys og jötnadótturinnar Gerðar, en samkvæmt rök-
semdum Magnusar Olsen (1909, 22) og Ursulu Dronke (1962,
253-254) mætti tengja nafn hennar jörðinni (garði) eða (girtum)
akri. Það er jafnvel enn markverðara að textinn geymir að því er
virðist ósviknar bölbænir sem Skírnir biður Gerði og fylgja þeim
tilteknar rúnaristur. Umræddar rúnir voru enn taldar nýtilegar á
fjórtándu öld eins og rúnakefli sem fannst í Bergen ber glöggt
vitni um. Skírnir segir í Skírnismálum\ „Þurs rist ek þér / ok þriá
stafi, / ergi ok æði / ok óþola“ (er. 36), en á rúnakeflið frá Bergen er
rist: „Ek sendi þér / ek sé á þér, / ylgjar ergi / ok úþola“ (Liestol
1963, 41-42). Lítill vafi leikur á að áhorfendur á þrettándu öld
hafi gert sér grein fyrir þeim mætti sem bjó í orðum Skírnis, sér-
staklega ef rúnaristurnar eða viðeigandi látbragð fylgdi í kjölfarið.
Maður tekur líka til þess að þrítugasta og fjórða erindi, sem ort er
undir galdralagi, hefur viss einkenni bænar. Leiða má getum að
því að þarna endurómi fornar helgiþulur, líkar þeim sem varð-
6 Framtakssamir nemendur í þjóðfræði við Háskóla íslands léku Skírnismál ný-
lega undir berum himni í samvinnu við Félag ásatrúarmanna og undir leik-
stjórn höfundar þessarar greinar. Leikurinn fór fram að kvöldi 21. desember
1992 við kyndlaljós í snæviþöktum garði Hressingarskálans í Reykjavík og
sannaði þessi tilraun að Skímismál henta vel til leikrænnar miðaldauppfærslu
eins og þeirrar sem hér hefur verið lýst. Sjá Jón Þorvald Ingjaldsson 1993.