Skírnir - 01.09.1993, Page 143
SKÍRNIR
SKÍRNISLEIKUR OG FREYSMÁL
445
veittar hafa verið meðal ættflokka indíána í Ameríku, og beint var
að fjórum skautum jarðarinnar:
Heyri igtnar,
heyri hrímþursar,
synir Suttunga,
siálfir áslíðar,
hvé ek fyrirbýð,
hvé ek fyrirbanna,
manna glaum mani,
manna nyt mani! (er. 34.)
Eitt er að lesa slíka þulu, sem virðist mega rekja til heiðinna
helgisiða. Annað er að ímynda sér að hún hafi verið höfð yfir,
þótt ekki væri nema af einhvers konar sagnaþul. En sem hluti
leikrits, með tilheyrandi látbragði, er hér aftur á móti á ferðinni
eitthvað sem líkist og virðist sprottið af lifandi helgiathöfn. Ef við
bætist leiksvæði þar sem kyrrstæðu guðirnir „búa“, hugsanlega
helgur haugur (sjá Olrik 1909; Olrik og Ellekilde 1926-1951, I,
242-249, 500-512) og logandi eldur sem aðalpersónan stekkur
yfir, líkt og átti sér stað í mörgum alþýðlegum germönskum frjó-
semisleikjum, þá vakna óneitanlega sterkar efasemdir um að slíkt
leikrit hafi aðeins verið verk einhvers þrettándu aldar manns.
Hvers vegna skyldi höfundur eða flytjandi á tólftu eða þrettándu
öld reyna meðvitað að endurskapa svo áhrifaríkan heiðinn helgi-
leik í kristnum menningarheimi þegar öllu hættulausara trúarlegt
eða veraldlegt efni var tiltækt?
Erik Noreen sýndi fram á fyrir margt löngu að texti Skírnis-
mála hefði fræðilega getað varðveist í núverandi mynd frá því
fyrir 700 e.Kr. (Noreen 1921, 2-18). í ljósi þess er ástæða til að
kanna að nýju rökin fyrir að slíkur helgisiður hafi verið til í
heiðni og þróast síðar meðal alþýðu á miðöldum í leik eða leikrit.
Eftirtektarvert er að atburðarás Skírnismála virðist eiga sér
stað að vetrarlagi: Skírnir er vakinn í upphafi og þegar hann held-
ur af stað til fundar við Gerði talar hann um „úrig fiqll“ og að
„myrkt [sé] úti“ (er. 10). Freyr segir ennfremur „lcjng er nótt“ (er.
42). Hvorug þessara síðari lýsinga kemur vel heim við norræna