Skírnir - 01.09.1993, Page 144
446
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
sumarnótt. í þessu sambandi má minnast þess að í Haraldskvæði
tengir Þorbjörn hornklofi orðasambandið „Freys leikr“ beinlínis
við tímabil jólanna (er. 3):
Uti vill jól drekka,
ef skal einn ráða,
fylkir enn framlyndi,
ok Freys leik heyja;
ungr leiddisk eldvelli
ok inni sitja,
varma dyngju
eða vQttu dúns fulla.
Menn hafa deilt um merkingu þessa orðasambands sem kemur
fyrir bæði í Fagurskinnu (1F XXIX, 61) og Heimskringlu (IF
XXIV, I, 112). Snorri taldi greinilega að „Freys leikr“ merkti ein-
faldlega „hernaður" (sjá Bjarna Einarsson 1984, 61). Sami skiln-
ingur virðist ráðandi síðar í Ragnars sögu loðbrókar ok sona hans
(136-137) þar sem orðasambandið „Freys leikr“ kemur líka fyrir:
Þat var fyrst, er fórum,
Freys leika tókk heyja,
þars andvíga áttum
Qld í Rómaveldi;
þar létk of grQn grána,
gall Qrn af valfalli,
at mannskæðu morði
mitt sverð dregit verða.
Hópur fræðimanna hefur samt sem áður viðurkennt að Þor-
björn hornklofi gæti verið að vísa til helgileiks sem fram fór undir
berum himni og tengdist kristnum hátíðahöldum jólanna
(Grundtvig 1870, 430; Olsen 1942, 29-30; Celander 1955, 11;
Árni Björnsson 1963, 36; Ólafur Briem 1985, 179; Bjarni Aðal-
bjarnarson 1941-1951, 112). Orðið leikr er sannarlega notað um
helgisiði; í Fóstbræðra sögu (IF VI, 125) um þá athöfn að ganga í