Skírnir - 01.09.1993, Side 149
SKÍRNIR
SKÍRNISLEIKUR OG FREYSMÁL
451
sumum vikivakaleikjum, svo
sem kerlingaleik, Þórhildar-
leik og Hindaleik, en sá síð-
astnefndi er augljóslega inn-
fluttur, líklega frá Noregi. I
Þórhildarleik og Hindaleik
voru pörin valin af kven-
manni, sem stundum var í þar
til gerðum búningi (sjá Jón
Samsonarson 1964, I, lix-
lxiii, cxciii-ccxii; Svein Ein-
arsson 1991, 94-98). Á hin-
um Norðurlöndunum finn-
ast fleiri athyglisverðar jóla-
verur í búningum, svo sem
tjugondagsbruden og lapp-
brud (Celander 1928, 344)
og hið óvenjulega afbrigði
sænsku lúsíunnar sem kallast
Lussebrud. Hún birtist ár-
lega í Dölunum í Svíþjóð,
rauðklædd, með geitarskinn
á öxlum og strákraga um
hálsinn (Celander 1928, 45).
Annars staðar í Svíþjóð fór Lussebrud fyrir skrúðgöngu, en með-
al þeirra sem tóku þátt í göngunni voru julebukk (sjá mynd 3)8,
og Halm-Staffan, mikilúðlegur strákall sem minnir mjög á Skud-
ler frá Hjaltlandseyjum (Boberg 1951, 65; sjd mynd 6). Þá er til í
dæminu að Lussebrud hafi einfaldlega verið strádúkka sem komið
var fyrir úti á miðju dansgólfi um jólin (Nilsson 1938, 22).
Athyglisvert er, í þessu sambandi, að sumir Svíar trúðu því að
stúlkan sem gegndi hlutverki hvítasunnubrúðarinnar ætti aldrei
Mynd 6: Halm-Staffan; mynd eftir Hall-
ström (Lid 1928, 45).
8 Julebukk er geitar-vera sem líkist hinni íslensku þingálp úr vikivakaleikjunum,
bæði í útliti og hegðun. Sjá Weiser-Aall 1954; Jón Samsonarson 1964,1, xlviii,
liii-lv, Ixxii-lxxiii, clxxiii-clxxiv.