Skírnir - 01.09.1993, Síða 150
452
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
eftir að giftast eða þá að hún myndi ekki klæðast hvítu í sínu eig-
in brúðkaupi (Granlund 1970, 79; Nilsson 1915, 81-83). Að baki
slíku viðhorfi má greina þá hugmynd að stúlkan, sem fyrr á öld-
um var yfirleitt komin af barnsaldri (sjá Granlund 1970, 68-79;
Wyller 1987, 110; Bondevik 1938, 103; Bringéus 1976, 188-189)
tæki þátt í raunverulegri brúðkaupsathöfn. Gat brúðguminn við
þær kringumstæður verið nokkur annar en einhvers konar nátt-
úruandi? (de Vries 1931, 17-18). Augljós hliðstæða þessarar trúar
er sú hugmynd að konur giftist kirkjunni þegar þær gangi í
klaustur, en að minnsta kosti einn fræðimaður hefur rakið tengsl-
in á milli þeirrar kirkjulegu hefðar og sumra tegunda brúðkaups-
leikja þar sem enginn áþreifanlegur brúðgumi var viðstaddur
(Granlund 1970, 56-61).
Á Norðurlöndunum voru jólin tími ýmiss konar grímubún-
ingaleikja, eins og ráða má af íslensku vikivakaleikjunum (sjá
Árna Björnsson 1963, 122-123) og hefðum annars staðar á Norð-
urlöndunum sem tengdust skrúðgöngum með þátttöku persónu-
gervinga eins og Halm-Staffans (sjá Olrik and Ellekilde 1926-
1951, II, 1079-1080; Celander 1928, 274) og jólageitarinnar (jule-
bukk) víðkunnu, að ónefndum hinum kristnu vitringum (Hellig-
trekonger) í Stjdrnespel (sjá Celander 1928, 338-340; Bringéus
1976, 101-107).
Stráklæddu kapparnir Halm-Staffan og Skudler, og fylgisvein-
ar þess síðarnefnda sem ýmist nefndust groleks eða skeklers, eru
sérstaklega áhugaverðir í athugun á Skírnismálum.9 Halm-Staffan
átti samleið með hefðbundnum jólakappreiðum sem haldnar voru
í Svíþjóð (Lid 1933, 9-42 og 126-129), en Skudler kom við sögu í
brúðkaupum. Alkunna er að Freyr var sá goðanna sem nánast
9 Sjá ennfremur Hibbert 1931, 289 og 293; Jakobsen 1928-1932, I, 274-275 og
II, 778-779; Marwick 1975, 91, 106-107, 115-117; og Saxby 1932, 77 og 86.
Árni Björnsson hefur í samtali við mig (12/4/91) bent á að nafnið skudler
kann að vera skylt íslenska orðinu skolli. Þetta er sennileg tilgáta, enda þótt
nöfnin og búningarnir bendi vart til að skudler- og greleks-verurnar sjálfar
hafi þróast frá djöflinum í vitringaleikjum. Ymislegt bendir hins vegar til að
geitarvera, áþekk julebukk, hafi birst í hópi þessara flytjenda áður fyrr og ver-
ið tengd Júdasi eða djöflinum: sjá Marwick 1975,116.