Skírnir - 01.09.1993, Síða 163
SKÍRNIR
JOBSBÓK OG PRÓMEÞEIFUR
465
verks“. Sum þessi sannindi voru vísast helsti róttæk fyrir samtím-
ann. Job er látinn fella þunga áfellisdóma yfir þröngsýni, sjálfum-
gleði og menntahroka helgisljórra forsvarsmanna ríkjandi skoð-
ana, sem verða holir og innantómir þegar þeir standa andspænis
djúpum og óræðum leyndardómi mannlegrar þjáningar.
Ólt'k afstaða
List sérhvers tíma og sérhvers lands endurspeglar í einhverjum
mæli þau trúarlegu, menningarlegu og félagslegu gildi sem voru
efst á baugi þegar hún varð til. Bakvið Jobsbók og Prómeþeif
liggja augsýnilega mjög sundurleit verðmætakerfi, mismunandi
lífsviðhorf, ólíkt hugarfar. Ég tel ekki að rekja beri þennan grein-
armun til þess að Grikkir voru fjölgyðistrúar og Gyðingar ein-
gyðistrúar einsog íslenskt heiti þeirra gefur til kynna. Milli þess-
ara tvennskonar viðhorfa voru ákaflega óljós skil í hugum þorra
manna, einsog berlega kemur fram í nálega öllum ritum Gamla
testamentisins, þarámeðal Jobsbók. Þar er hvað eftir annað talað
um marga guði, „syni Guðs“ (1:6; 2:1; 38:7); og er ekki karp
þeirra Guðs og Satans viðureign tveggja goða? I Jobsbók kynn-
umst við ekki ástríkum, algóðum, alvitrum og alréttvísum Guði
seinni tíma, því hér gerir Guð það sér til afþreyingar að freista
guðrækins manns, hrella hann og kvelja á alla lund. Er jafnvel
gefið í skyn að almætti Guðs megi rekja til hugdirfsku hans og
hreysti í átökum við fjendur sína og keppinauta. Hann ver mikl-
um tíma í að halda á loft og sýna frammá yfirburði sína.
I Prómeþeifi er líka guð sem komist hefur til valda í alheimi
með því að yfirbuga fjendur og keppinauta. „Nýir herrar á hæð-
um drottna, / hörð eru ráðrík ólög Seifs; / öllu tortímt sem áður
var“ (149-152). „Hver kennir ekki þrauta í þeli / af þinni kvöl -
nema Seifur einn / sem í glötun með heiftarhug / hrinda vill niðj-
um Uranosar" (162-165). Þetta minnir óneitanlega á tilefnislausa
meðferð Guðs á þjóni sínum Job, sem hrópar: „Sjá, ég kalla: Of-
beldi! og fæ ekkert svar, / ég kalla á hjálp, en engan rétt er að fá“
(19:7).
Satt að segja virðist skilsmunur verkanna tveggja ekki liggja í
æðri máttarvöldum sem slíkum heldur í afstöðunni til þeirra, og