Skírnir - 01.09.1993, Page 164
466
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
SKÍRNIR
þar erum við kannski komin að kjarna máls. Ekki skal getum að
því leitt hvernig standi á þessari mismunandi afstöðu, en í verk-
unum tveimur blasir hún við augum og skýrir að minni hyggju
hversvegna eina þekkta tilhlaup Gyðinga í árdaga til að semja
harmleik fór útum þúfur.
Hin gyðinglega hefð krafðist skilyrðislausrar hlýðni og undir-
gefni við guðdóminn, hversu sem honum þóknaðist að koma
fram við tilbiðjendur sína. Hugmyndir Hebrea um guðdóminn
voru í teikni einveldis eða alræðis. Þær mátti meðal annars rekja
til þess að Guð var nátengdur menningarlegri og þjóðlegri tilveru
þeirra. Hann var leiðtogi þeirra og verndari; í rauninni réttlæting
á tilveru þeirra. Afstaðan til hans mótaðist því af nokkurskonar
heildarhyggju, og reyndar virðist hóphyggja hafa verið einn gild-
asti þátturinn í gervallri sögu Gyðinga, endaþótt þeir hafi átt fleiri
afburðamenn á öllum sviðum en flestir kynstofnar aðrir.
Fyrir Grikkjum kynnu guðirnir að vera hæstráðandi til sjós
og lands, og tilgangslaust að hamla gegn þeim í orði eða á borði,
en einstaklingshyggja var Grikkjum í blóð borin, jafnsjálfsögð og
loftið sem þeir önduðu að sér, og er öll saga þeirra mælskur vitn-
isburður um þann þátt í fari þeirra. Gildi einstaklingsins, vilji
hans og vitsmunir voru sett ofar öllu öðru. Maðurinn var að
þeirra mati mælikvarði allra hluta. I þessum skilningi voru
Grikkir sannir lýðræðissinnar. En þeir voru líka miklir hugsæis-
menn á sama tíma og Gyðingar voru raunsæismenn. Fyrir
Grikkjum var ekkert ómögulegt, og aldrei skyldi einstaklingur-
inn stilla sig um að leita jafnvel hins ógerlega eða óhugsanlega.
Þetta kemur kannski ótvíræðast fram í harmleikunum. Má í raun-
inni halda því fram að átök harmleikanna felist í baráttu milli
hugsæis og raunsæis. Kórinn hvetur hetjuna óaflátanlega til gætni
og raunsæis, brýnir fyrir henni að misbjóða ekki guðunum, sam-
félaginu eða hefðunum. En tragísk hetja leggur ekki eyrun við
fortölum andvara og forsjálni. Hún á sér eigin persónuleg verð-
mæti sem hún reynist trú til hinstu stundar, jafnvel þó það leiði af
sér ómælda þjáningu og endanlega tortímingu.
Job er líka mikilsháttar einstaklingur, um það er þarflaust að
rökræða. Hann á sér eigin verðmæti og lífsgildi, sem hann er trúr