Skírnir - 01.09.1993, Page 165
SKÍRNIR
JOBSBÓK OG PRÓMEÞEIFUR
467
þráttfyrir ávítur og umvandanir konu sinnar. En hver eru verð-
mæti hans og lífsgildi? Það eru verðmæti og gildi hópsins, hinar
gömlu og margreyndu hefðir dyggrar hollustu við Guð, leiðtog-
ann, harðstjórann. I rauninni er alls ekki um að ræða einstak-
lingsbundin lífsgildi, sem maðurinn hefur tileinkað sér fyrir eigin
reynslu af mistökum, áföllum og sigrum, heldur verðmæti hóps-
ins sem hefðin hefur látið ganga frá einni kynslóð til annarrar.
Vissulega verðskuldar Job virðingu og jafnvel aðdáun fyrir að
halda fast við umrædd gildi í andstreyminu og bölinu sem hann
má þola, en hann er ekki tragískur afþví lífsgildi hans leiða til
auðsveipni sem færir honum frið og huggun, en ekki uppreisnar
sem færa mundi honum sára reynslu og aukna sjálfsþekkingu.
Þetta verður kannski betur orðað með öðrum hætti: Job sýnir
okkur manninn sem hópveru; annað veifið gerir hann máttlítil til-
hlaup til mótmæla, en er í verunni auðsveipur, dyggur, þýlyndur.
Hér geri ég skarpan greinarmun annarsvegar á hóphyggju, sem
felur í sér vald heildarinnar yfir einstaklingum einsog einatt gerist
í stjórnmálaflokkum, og hinsvegar félagshyggju sem byggir á
frjálsu og óþvinguðu samstarfi einstaklinga eða samtaka. Próme-
þeifur opinberar okkur á hinn bóginn manninn einsog hann gæti
verið (og ætti að vera?): sjálftreystinn, óháðan, óttalausan, ósigr-
andi.
Séu línur dregnar frammávið, liggur nærri að álykta að gyð-
ingleg hefð hóphyggju, guðsótta og auðsveipni við alvaldið hafi
lifað góðu lífi í rómversk-kaþólsku kirkjunni með margbrotnu
stigveldi hennar, óskeikulleik, hlýðniskröfum, bannfæringum,
bókabrennum og nornaveiðum. Arftakar þeirrar hefðar á þessari
öld voru náttúrlega kommúnismi, fasismi og nasismi. Er útaf fyr-
ir sig hnýsilegt hversu gildan þátt Gyðingar áttu í rússnesku bylt-
ingunni (sem át öll sín börn áður yfir lauk), og hinsvegar kald-
hæðnislegt að mestu ofsækjendur Gyðinga í aldanna rás skyldu
vera hugmyndalegir erfingjar þeirra í Þýskalandi. Sömuleiðis
mætti kannski líta á miðstýringaráráttu Evrópusamfélagsins sem
einn anga hinnar gyðinglegu hefðar.
Gyðinglega hefðin náði aldrei verulegum tökum á Austur-
kirkjunni sem sjaldan hefur lotið miðstjórnarvaldi, heldur leyft