Skírnir - 01.09.1993, Page 166
468
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
SKÍRNIR
einstökum þjóðkirkjum að þróast í samræmi við eigið eðli og að-
stæður. Utan kirkjunnar í austri lét einstaklingshyggja grísku
hefðarinnar ekki verulega að sér kveða fyrren á tímum Endur-
reisnarinnar, sem var í reynd grísk vakning, og afleiðing hennar
var vitanlega framtak Jóhanns Húss, Marteins Lúthers, Jóhanns
Kalvíns og annarra forkólfa mótmælenda gegn ægivaldi páfastóls.
Afleiðingar þeirra átaka urðu margvíslegar, meðal annars land-
nám í Norður-Amríku, franska stjórnarbyltingin, upphaf kapítal-
isma, iðnbyltingin, uppgangur vísinda og tækni - og er þarflaust
að rekja allan þann bálk sem er fjarri því að hafa fært mannkyni
eintóma blessun. Hitt hlýtur að vekja athygli og umhugsun, á
tímum vaxandi mannvonsku og mannréttindabrota, að þau ríki
sem helst hafa slegið skjaldborg um mannhelgi og mannréttindi
eru einmitt sömu ríki og tóku í arf mótmælendaarm kristninnar
sem rekja má til forngrískrar einstaklingshyggju.
Þannig má greina óljósa þræði frá þeim kumpánum, Job og
Prómeþeifi, allt frammá þessa síðustu tíma.
I þessu viðfangi er einnig fróðlegt hvernig umrædd höfuðverk
tveggja ólíkra menningarsvæða leiða í ljós ákaflega sundurleit
áhugasvið. Að því er virðist fengust Hebrear helst við það al-
menna og altæka, en Grikkjum var fremur umhugað um það sér-
stæða og einstaklingsbundna. Þetta má meðal annars marka af því
hvernig fjallað er um náttúruleg fyrirbæri í verkunum tveimur.
Segja má að annað sé nokkurskonar kennslubók í landafræði, en
hitt standi miklu nær jarðfræði eða náttúrufræði. Löng greinar-
gerð um landfræðileg fyrirbrigði í Prómeþeifi eftirað Ókeanos
hverfur af vettvangi sýnist vera til vitnis um ríkan áhuga Grikkja
á slíkum efnum. Afturámóti eru varla nokkur staðanöfn eða vís-
anir til ákveðinna staða í Jobsbók, en hún geymir mikið magn
upplýsinga um náttúrufyrirbæri, svosem dýralíf yfirleitt, jörð og
haf, birtu og myrkur, skýjafar, regn, snjó o.s.frv. Að sönnu er hér
um að ræða minniháttar atriði í heildarmynd verkanna, en bendir
tvímælalaust í ákveðna átt. Þannig ber í raun allt að sama brunni.
Það sem fyrst grípur athyglina þegar verkin eru borin saman
er keimurinn sem þau bera hvort af öðru, jafnt að efni sem frá-
sagnartækni. Hvarflar jafnvel að manni að Jobsbók kunni í önd-
verðu að hafa verið hugsuð sem sviðsverk: hún á sér að minnsta-