Skírnir - 01.09.1993, Page 167
SKÍRNIR
JOBSBÓK OG PRÓMEÞEIFUR
469
kosti enga hliðstæðu í Gamla testamentinu og kynni að hafa ver-
ið tilraun til listrænnar nýsköpunar sem trúarlegir fordómar eða
félagslegar hefðir kyrktu í fæðingu, sennilega vegna þess að
stranglega var bannað að gera eftirlíkingu Almættisins, hvort-
heldur var í leikgervi eða myndlist.
Séu þeir Job og Prómeþeifur bornir saman, blasir við að fram-
anaf bregðast þeir við óláni sínu með mjög áþekkum hætti. I önd-
verðu er Job vissulega efni í tragíska hetju. Hann tjáir þær eigind-
ir sem ríkastar eru í fari hennar: þolgæði, viljaþrek, réttláta reiði.
En þegar frammí sækir týnir hann með öllu reisn, hikleysi og
ókvalræði hetjunnar; hann fellur í duftið fyrir tyftara sínum. Hér
skal látið liggja milli hluta hvort viðhorf Jobs sé „raunsærra" eða
„gagnsamara" en afstaða Prómeþeifs: við erum að leita skýringar
á því að Prómeþeifur er tragísk hetja en Job ekki.
Tragíska hetjan
Hér er kannski ekki úr vegi að reyna að gera örlítið nánari grein
fyrir, hvað átt er við með hugtökunum harmleikur („tragedía")
og „tragísk hetja". Það mun vera samdóma álit þeirra sem mest
hafa um þessi efni fjallað, að í dýpsta skilningi lýsi harmleikurinn
leit einstaklings að sjálfsþekkingu sem einungis fáist fyrir mikla
þjáningu. Þessi leit tengir harmleikinn að sjálfsögðu helgisiðum
innvígsluathafna, sem hann er að hluta til sprottinn úr. I harm-
leiknum er öll áhersla lögð á gildi einstaklingsins. Tragísk hetja er
á valdi einhverrar æðri hugsjónar; hún er gædd sterkum vilja og
óbilandi hollustu við lífsgildin sem hún metur hæst. Hún lýtur
engu yfirvaldi, virðir ekki viðteknar reglur eða hefðir; ella mundi
hún tortíma sjálfsvirðingu sinni og bregðast þeim gildum sem eru
hennar annað eðli. Tragísk hetja er haldin óslökkvandi lífsþorsta,
óseðjandi fíkn í sannleik, réttvísi, lífsreynslu, sjálfsþekkingu - af
þeim sökum eru aðgát og varfærni henni framandi.
Harmleikurinn sýnir okkur kjarna hins mennska vanda: ein-
staklingur í sjálfheldu tímans leitar visku fyrir atbeina lífsreynslu,
misfellis og þjáningar. Hetjan er tragísk vegna þess að hún hefur
vísvitandi kosið leiðina sem hún fer og sjálfviljug gengist undir