Skírnir - 01.09.1993, Page 168
470
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
SKÍRNIR
bölið. Prómeþeifur orðar það svo: „Vei, vei! ég styn af þessu böli,
og því sem nú / í vændum er, án vonar um að dagur sá / upp
renni, að forlög enda bindi á þessa þraut. / Og þó, hvað segi’ ég?
Það sem kemur, blasir við, / og engin kvöl mun koma mér að
óvörum“ (98-102). „Fyrr en ég losni verð ég kvalinn verr en orð /
fá lýst. Því engin snilli fipar forlögin" (513-514). „Mín stefna er
traust og fyrir löngu fastráðin" (998). I einum skilningi skapar
tragíska hetjan sér örlög; hún er lífssmiður gæddur guðdómlegum
neista sköpunargáfunnar.
Það sem hér hefur verið ýjað að birtist í mismunandi mæli og
með ýmislegu móti í þeim þrjátíu harmleikum og tveimur betur
sem varðveittir eru frá hendi grísku snillinganna þriggja á fimmtu
öld fyrir Kristsburð. Til dæmis er hömlulaus einstaklingshyggja
gildari þáttur í harmleikum Sófóklesar en Eskýlosar. Sá síðar-
nefndi virðist hafa haft meiri trú á skipulegum alheimi þarsem
guðlegur vilji komi um síðir fram réttlæti. Að þessu leyti kynni
hann í fljótu bragði að sýnast eiga samleið með höfundi Jobsbók-
ar, en þar er samt sá stóri munur, að hjá hebreska höfundinum er
um að ræða einskonar „léttúðugan leik“ þarsem Guð lætur Satan
og sína eigin fordild tæla sig til að kvelja og hrella guðhrædda sál
án nokkurs eiginlegs tilefnis. Hjá Eskýlosi eru átökin við æðri
máttarvöld hinsvegar djúptæk og háskasamleg.
Sé lesið milli línanna, er samt ekki fyrir það að synja að við
finnum vissa samsvörun milli þessara sérkennilegu verka. I grísk-
um harmleikum er reglan sú, að hetjan þekkir ekki eða kærir sig
ekki um að þekkja takmörk mannlegra möguleika. Mundangs-
hófið er ekki á dagskrá hjá henni. Markmiðið er í einum skilningi
að teygja sig alla leið til guðanna og öðlast guðlegar eigindir.
Þetta á við um Prómeþeif, sem hefur ógnað veldi guða á
Ólympstindi, þó hann sé raunar hálfguð sjálfur. Hann hefur gerst
hættulega voldugur og góðgerðasamur og verður að þjást fyrir
oflæti sitt (hýbris). I Jobsbók er á yfirborðinu um svipaðan vanda
að ræða, þó hann sé annars eðlis. Frá sjónarmiði mundangshófs-
ins er Job of góður og of guðhræddur fyrir þennan heim. Gera
mætti því skóna, að guðhræðsla hans og ráðvendni hafi vakið af-
brýði Guðs, þó það sé hvergi sagt berum orðum. Kannski liggur
bakvið söguna um Job sú eldforna lífsviska sem Grikkir tjáðu