Skírnir - 01.09.1993, Síða 183
SKÍRNIR
VÍTISLOGAR SJÓNVARPSINS
485
til þeirra tíma sem þeir Postman og Sigurður sakna hvað mest
kemur í ljós að kjör alls þorra fólks í Bandaríkjunum og á Islandi
hafa batnað. Það hafa þau gert meðal annars vegna þeirrar tækni
sem ljósmyndin og sjónvarpið eru hluti af.
An þess að ég vilji gera lítið úr mikilvægi ritmálsins fyrir
skipulega og skynsamlega hugsun, er ljóst að það er engin for-
senda hennar. Saga ritmálsins er ekki jafn glæsileg og þeir félagar
vilja vera láta. Ritmálið hefur verið notað í ýmsum öðrum til-
gangi en þeim að upplýsa fólk og efla skynsamlega umræðu.3 Það
er auðvitað notað til þess að skemmta fólki, eins og íslendingar
vita manna best, jafn duglegir og þeir hafa verið við að gefa út
þýdda reyfara í fínasta bandi. Það er líka notað til þess að sann-
færa fólk, heilaþvo, að ekki sé minnst á hvernig það er notað til
þess beinlínis að hræða fólk. Sem dæmi um þetta skal hér vitnað í
umsögn Jib Fowles um bók Postmans. Fowles segir meðal annars
frá því að fram til 1840 voru tvenns konar dagblöð í Bandaríkjun-
um, blöð þar sem hinir ríku gerðu lítið úr hinum fátæku og póli-
tísk blöð þar sem andstæðingar gerðu lítið hver úr öðrum. Báðar
gerðir voru hlaðnar fordómum í garð frumbyggja Ameríku,
þræla og kvenna. Það var nú öll göfgin4. Annað dæmi er frá síð-
ustu öld, en þá stóðu svokölluð Austurlandafræði með miklum
blóma hér á Vesturlöndum og voru jafnvel, og eru enn, virðuleg-
ar kennslugreinar í háskólum. í bók sinni Orientalism5 rekur Ed-
ward Said sögu þessara fræða og kemst að þeirri niðurstöðu að
þar hafi verið fullmikið af sértækri hugsun, reyndar svo mikið að
hún var sjaldnast í nokkrum tengslum við veruleikann. Þar var
öllum Austurlandabúum steypt saman í einn flokk, þau einkenni
sem þeir áttu sameiginleg og þau sem skildu þá frá Vesturlanda-
búum ýkt. Þetta varð Vesturlandabúum í senn ágætt léreft að búa
3 Sjá t.d. bók Claude Levi-Strauss, Tristes tropiques, um neikvæð áhrif ritmáls á
samfélög frumbyggja.
4 Jib Fowles, „Review and Comment", Televison Quarterly 22:3 (1987), 99. Jib
Fowles er höfundur bókarinnar Why Viewers Watch: A Reappraisal of
Televison's Effects (Newbury Park 1992), þar sem hann greinir góð áhrif sjón-
varpsins.
5 Edward W. Said, Orientalism (London 1978).