Skírnir - 01.09.1993, Page 187
SKlRNIR
VÍTISLOGAR SJÓNVARPSINS
489
saman myndi þetta merkingarbæran heim. Ef gengið er út frá
þessari kenningu, hvernig eigum við þá að skýra tilurð tungumáls
í heimi þar sem ríkir sundrung og merkingarleysi? Með stökk-
breytingu?
Postman heldur því fram að tungumálið sé sá miðill sem
skapi menninguna, að mannlegt mál sé frummiðill mannsins, það
geri okkur mennsk og skilgreini hvað í því felst að vera maður,
svo vitnað sé í endursögn Sigurðar A. Magnússonar (462). Því er
svo hnýtt aftan við þessar fullyrðingar að ritmálið sé „ekki aðeins
bergmál mannsraddarinnar, heldur alný rödd“ (463; leturbr.
mín). Postman og Sigurður gera ekki frekari grein fyrir því hvað
það nákvæmlega er sem fær þá til að komast að þessari niður-
stöðu, heldur slá þeir þessu fram líkt og um þessi atriði sé sam-
komulag og að engin vandkvæði þeim fylgjandi. Postman reynir
á engan hátt að útskýra hvað hann á við með tungumáli, hvað
frummiðill nákvæmlega þýðir, hvað menning nákvæmlega er,
hvernig tungumálið „skapi" menninguna og hvernig sambandi
tungumálsins og annarra miðla er háttað, svo sem sjónvarps og
tungumáls.10 Um þessi atriði er ekkert víðtækt samkomulag og
um mörg þeirra minna vitað en ætla mætti í fyrstu.* 11
Það vekur eftirtekt í samanburðinum á sjónvarpi og tal-
máli/ritmáli hjá Postman og Sigurði að umræðan um miðlana er
ekki í félagslegu samhengi, sem er þó yfirskrift bókar Postmans.
Sjónum er ekki beint að þeirri hugmynd að áhorfandinn sé virkur
þátttakandi í merkingarmyndun. Því er beinlínis haldið fram að
það sé kjarni merkingar í orðum og myndum sem ákvarði merk-
ingarsvið þeirra í eitt skipti fyrir öll. Sú kenning stenst ekki þegar
10 Það er til dæmis alveg með ólíkindum að Postman skuli í bók sinni ræða um
sjónvarpið eingöngu á myndrænum nótum. Sjónvarpið hefur einnig hljóðrás
sem flytur bæði talað mál og tónlist. Það er ekki bara verið að horfa á myndir.
11 Sjá til dæmis grein Gordon W. Hewes, „Primate Communication and the
Gestural Origin of Language" í Current Anthropology 14:1-2 (1973); um
frummiðil mannsins í grein Maurice Bloch, „Language, anthropology and
cognitive science“ í Man 26:2 (1991); um menninguna í bók M.H. Goodwin,
He-Said-She-Said: Talk as social organization among black children (Bloom-
ington 1990) um tengslin sem ‘skapa’ menninguna.