Skírnir - 01.09.1993, Page 189
SKÍRNIR
VÍTISLOGAR SJÓNVARPSINS
491
vegar eru myndir sérstakt „tungumál" og svo eru myndir hins
vegar eitthvað annað, andstætt og eðlisólíkt tungumáli.
Ljósmyndin ákvarðar ekki þá merkingu sem lögð er í hana,
heldur áhorfandinn. Orðið öðlast ekki merkingu nema með
notkun þess. Við þekkjum formgerðir tungumála, en við getum
ekki svarað því hvort hægt sé að tala um myndmál á sama hátt.
Þar til frekari rannsóknir á myndmiðlunum verða gerðar verðum
við að skilja miðlana að og varast samlíkingar á þeim forsendum
sem þeir félagar gera. Alltof lítið er vitað um hvað myndir og þar
með talið sjónvarp „gera fyrir okkur“. Það er ekki nema rúmur
áratugur síðan kenningar á borð við þær sem Postman setur fram
voru fyrst prófaðar.14 John Fiske rekur meðal annars í ágætri bók
sinni, Television Culture, þær fáu reynsluathuganir sem gerðar
hafa verið á þessu sviði. Niðurstöður þeirra rannsókna eru allar á
þann veg að sjónvarpið sé ekki sá áhrifavaldur á daglegt líf fólks
og vitundarlíf sem þeir Postman, Sigurður og fleiri láta í veðri
vaka.15
Orðið „samhengi“ kemur víða fyrir í bók Neils Postman og í
endursögn Sigurðar A. Magnússonar. Því er haldið fram að
munnlegar frásagnir og ritmál séu oftast í samhengi, en sjónvarps-
efni aftur á móti ekki. I endursögn Sigurðar er því til dæmis hald-
ið fram að ljósmyndir séu aldrei rifnar úr samhengi vegna þess að
þær séu aldrei í neinu samhengi (466). Afleiðingarnar fyrir sjón-
varpsáhorfandann sé samhengislaus heimsmynd. Þeir gera því
skóna að sé efnið „í samhengi" þá tryggi það samhengi hjá við-
takandanum. Þetta einfalda boðskiptalíkan gerir ekki ráð fyrir því
að það sé maðurinn sem setji í samhengi þær upplýsingar sem
hann nemur. Samhengi er því ákveðið lausnarorð hjá Postman
og Sigurði og bjarga má áhorfendum frá vítislogum sjónvarps
með því að færa þeim efni í samhengi. Það er um tvennskonar
vandamál að ræða í tengslum við hugtakið samhengi, annars veg-
ar tilvísun þess til ítarleika og hins vegar hlutlægnisyfirbragð
14 Sjá David Morley, Tbe 'Nationwide’ Attdience: Structure and Decoding
(London, 1980).
15 John Fiske, Televison Culture (New York 1987), 73.