Skírnir - 01.09.1993, Page 203
SKÍRNIR
ÍSLENDINGAR OG NASISMINN
505
bringu- og Kjósarsýslu árið 1934. Mestur þróttur var í starfsemi hans
árið 1936, en síðla árs 1938 fékk hann hægt andlát.
Næstum fjórir áratugir liðu frá því að hreyfing íslenskra nasista leið
undir lok þangað til fyrsta fræðilega ritgerðin um stefnu hennar og starf-
semi birtist á prenti. Hana ritaði Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur og
birti í tímaritinu Sögu árið 1976.3 Fáum árum síðar, eða 1980, kom út
fyrsta bindi af ritverki Þórs Whitehead um Island í síðari heimsstyrjöld,
þar sem rækileg grein var gerð fyrir áhuga Þjóðverja á Islandi á
millistríðsárunum og tilraunum þeirra til að auka umsvif sín hérlendis.4
Á fyrri hluta níunda áratugarins gaf bókaútgáfan Örn og Örlygur út rit
Tómasar Þórs Tómassonar um Heimsstyrjaldarárin á Islandi í tveimur
bindum og rit Gunnars M. Magnúss, Virkið í norðri, var veglega endur-
útgefið. Þá gaf Almenna bókafélagið út íslenska þýðingu á erlendum
bókaflokki um heimsstyrjöldina. Undir lok áratugarins komu svo á
bókamarkað þau sex rit sem hér verður um fjallað. Þau eiga það sameig-
inlegt að fjalla hvert með sínum hætti um kynni Islendinga af nasisman-
um eða um áhuga nasista á íslandi og íslenskri menningu. Ritin eru hins
vegar ólík að uppbyggingu, og frásagnarháttur höfunda og aðferðir mis-
munandi, enda má skipa ritunum í fjóra flokka: tvö eru fræðirit, tvö ævi-
minningar, eitt söguleg skáldsaga og eitt mætti telja til þess bókmennta-
flokks sem á áttunda áratugnum var nefndur „blaðamennskusagnfræði“.
Af þessu leiðir að ritin veita ekki heildstæða mynd af kynnum íslendinga
af nasismanum, landnámi hans hérlendis og áhuga Þjóðverja á Islandi á
fjórða áratugnum.
Ég hef þ ví kosið að nálgast ritin út frá þremur megin spurningum:
Hvað segja þau okkur um áhuga þýskra stjórnvalda á íslenskum menn-
ingararfi og íslenskum málefnum? Hvað laðaði lítinn hóp Islendinga til
fylgispektar við hugmyndir nasismans? Hvernig brugðust íslensk stjórn-
völd við flóttafólki frá Þýskalandi sem hingað leitaði undan ofsóknum
nasista og hvernig beittu stjórnvöld sér í málum íslendinga sem annað-
hvort unnu með þýskum nasistum á stríðsárunum eða sættu því hlut-
skipti að gista illræmdar fangabúðir þeirra? Jafnframt mun ég víkja
nokkuð að aðferðum höfundanna við að greina efni sitt og vinna úr því.
Áhugi nasista á íslandi og íslenskum menningararfi
Þeir Þór Whitehead og Arthúr Björgvin Bollason fjalla í ritum sínum
um áhuga þýskra nasista á Islandi og íslenskum menningararfi út frá
3 Ásgeir Guðmundsson, „Nazismi á íslandi. Saga þjóðernishreyfingar íslend-
inga og Flokks þjóðernissinna“, Saga XIV, 1976, bls. 5-8.
4 Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi. ísland í síðari heimsstyrjöld. Rvík 1980.
Annað bindi verksins, Stríð fyrir ströndum, kom út 1985.