Skírnir - 01.09.1993, Page 210
512
GÍSLIÁGÚST GUNNL AU GSSON
SKÍRNIR
ræða afstöðu einstakra manna til nasismans sem hugmyndastefnu og
uppgangs nasista í Þýskalandi. Þetta á einkum við um menn eins og
Gísla Sigurbjörnsson, Knút Arngrímsson, Birgi Kjaran, Helga S. Jónsson
og Jón Þ. Árnason svo einhverjir séu nefndir. Sumir þessara manna
gerðust hallir undir nasismann af þeim sökum að þeir álitu hann helstu
vörn Evrópu gegn framgangi kommúnismans. Aðrir hrifust af því hvern-
ig Hitler tókst að endurvekja þýskt þjóðarstolt og fá hjól þarlends at-
vinnulífs til að snúast á nýjan leik. Flestir gerðust þessir menn fráhverfir
nasismanum þegar fram í sótti (Helgi og Jón héldu reyndar tryggð við
megininntak hans þótt þúsund ára ríki Hitlers félli tólf árum eftir valda-
töku nasista).
Bókin veitir hins vegar mjög óljósa innsýn í það hvað hrærðist í koll-
inum á ungum mönnum sem marseruðu einkennisklæddir um götur
Reykjavíkur undir hakakrossi á vegum Flokks þjóðernissinna. „Óbreyttir
flokksmenn" verða eins og grár massi, „strákarnir hans Gísla í Ási“.
Höfundar geta þess þó að flestir fylgismenn þjóðernissinna komu upp-
runalega úr Sjálfstæðisflokknum „og höfðu ekki fyrir því að segja sig úr
flokknum þó þeir tækju að skreyta sig hakakrossum á almannafæri“ (bls.
84). Málgögn annarra stjórnmálaflokka virðast í upphafi hafa litið á
hreyfingu þjóðernissinna sem útibú Sjálfstæðisflokksins og þegar nokk-
ur flótti kom í upprunalega sveit þjóðernissinna árið 1934 hurfu margir
stuðningsmenn stefnunnar aftur undir merki sjálfstæðismanna. I Flokki
þjóðernissinna urðu aðallega eftir ungir piltar sem lítt höfðu til þess
burði að afla hreyfingunni varanlegs fjöldafylgis. Þótt þeir tækju „flestir
hverjir lífið og köllun sína alvarlega" var starfið í flokknum „mörgu ung-
menni kærkomin dægrastytting, og stundum áhöld um hvort hreyfingin
líktist meira stjórnmálaflokki eða skátahópi" (bls. 126).
Þótt þessi greining þeirra bræðra fari ugglaust nærri sanni skortir
mjög á að þeir skýri stöðu þjóðernissinna í íslensku stjórnmálakerfi sem
enn var í mótun á fjórða áratugnum. Almennar samfélagsaðstæður,
kreppa og atvinnuleysi, eru lítt til umfjöllunar í ritinu. Hvaða áhrif
höfðu þær á fylgi flokka á jöðrum íslenskra stéttastjórnmála? Spurningar
af þessum toga vakna óhjákvæmilega við lestur bókarinnar. Þótt riti
þeirra Hrafns og Illuga sé ætlað að vera almenningi aðgengilegt og ekki
hugsað sem fræðirit fyrir sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga hefði það
tæplega orðið „hinum almenna lesanda“ til verulegrar armæðu að leggja
meiri rækt við að marka viðfangsefninu skýrari bás í íslenskri stjórn-
mála-, samfélags- og hugmyndasögu.
Hér á eftir gefst aftur tilefni til að víkja að riti Hrafns og Illuga í
nokkuð öðru samhengi. Áður er þó rétt að kanna hvaða skýringu Björn
Sv. Björnsson gefur á þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram til þjón-
ustu í sveitum þýskra nasista.
Nanna Rögnvaldardóttir hefur skráð endurminningar Björns, Sög-
una sem ekki mátti segja. Titill bókarinnar höfðar til þess að Sveinn