Skírnir - 01.09.1993, Page 215
SKÍRNIR
ISLENDINGAR OG NASISMINN
517
sögn Björns, hvorki er varðar störf hans eða fangavist og heimkomu. Þar
sem aldrei var réttað í máli hans liggja ekki fyrir dómsskjöl er geta
staðfest eða vefengt framburð hans.
Islensk stjórnvöld höfðu hins vegar lítil sem engin afskipti af máli
Leifs Mullers er sat árum saman í fangabúðum nasista í Noregi og
Þýskalandi fyrir þær sakir einar að hafa ætlað að yfirgefa Noreg eftir
hernám nasista og halda til Islands gegnum Svíþjóð og England. Þessi
ráðagerð var til orðin fyrir atbeina Vilhjálms Finsen, sendifulltrúa í
Stokkhólmi, sem með svipuðum hætti hafði greitt fyrir heimför fleiri Is-
lendinga frá Noregi. Fyrirhugað var að Leifur og ung íslensk stúlka
flyttust til Svíþjóðar undir því yfirskini að hefja þar nám. Vilhjálmur
lagði ríka áherslu á að þau greindu sem fæstum frá fyrirætlan sinni. Leif-
ur lét áform sín þó uppi við tvo menn, embættismann í norsku
utanríkisþjónustunni, sem hann þekkti úr foreldrahúsum í Reykjavík og
Ólaf Pétursson. Báðir unnu þeir með nasistum þótt það væri ekki á
vitorði Leifs. Eftir stríð bar embættismaðurinn á móti því að hafa sagt til
Leifs, en um hugsanlega hlutdeild Ólafs að málinu er ekkert vitað.
Faðir Leifs var virtur kaupmaður af norskum ættum sem unnið hafði
sér sess í íþrótta- og viðskiptalífi Reykjavíkur snemma á öldinni. Honum
var það í mun að sonur sinn fengi menntun í viðskiptafræðum í heima-
landi sínu áður en hann settist við hlið sér í verslun fjölskyldunnar við
Austurstræti. Engan gat órað að þessi piltur sem kom úr vernduðu borg-
aralegu umhverfi í Reykjavík, hafði tæplega fengið að dýfa hendinni í
kalt vatn, ætti fyrir höndum jafnskelfilegar andlegar og líkamlegar þján-
ingar og raun ber vitni. Æviminningar Leifs Mullers eru átakanleg bók
rituð af mikilli nærfærni. Leifi var fyrst haldið í fangelsi norsku lögregl-
unnar í hjarta Osló en þar höfðu nasistar hreiðrað um sig. Síðar var hann
færður í hinar illræmdu Grinifangabúðir í Noregi9, en þaðan lá leiðin til
Sachsenhausen útrýmingarbúðanna utan við Berlín. Þar upplifði hann
mannlegar þjáningar sem tæplega verður með orðum lýst. Miskunnar-
leysi og grimmd nasista átti sér engin takmörk. I þessum búðum var
dauðinn mörgum hreinasta líkn eftir ólýsanlega niðurlægingu. Leifur bar
menjar þessarar lífsreynslu alla ævi; varð aldrei samur á sál og líkama.
Hann hélt þó alltaf í vonina um að komast heim til Islands, að mar-
tröðinni lyki einn góðan veðurdag með jafnskyndilegum hætti og hún
hófst.
Á meðan Leifur þjáðist í Sachsenhausen gekk móðir hans margsinnis
fyrir íslensk stjórnvöld og bað um aðstoð við að fá son sinn lausan. Af
bókinni verður þó ekki ráðið að íslensk yfirvöld hafi beitt sér í máli
hans. Hvað olli þessu sinnuleysi? Höfðu íslensk stjórnvöld hreinlega
9 Baldur Bjarnason segir í ritinu í Grinifangelsi. Endurminningar frá stríbsárun-
um íNoregi (Rvík 1945) frá átakanlegri reynslu sinni í þessum fangabúðum.