Skírnir - 01.09.1993, Page 224
526
KRISTJÁN ÁRNASON
SKlRNIR
Hér er sem einhver óútskýrð binding við fortíðina verði dragbítur á
framsæknina, þannig að skáldið líkt og tvístígur milli þessa tvenns, en
megnar þó hvorki að hefja upp elegískar saknaðartölur um hið liðna né
boða hið nýja og ókomna með diþýrambískum eldmóði, og þriðji kost-
urinn, að upphefja andrána sem líður, er þegar útilokaður.
Nú eru góð ráð dýr, og sú ein leið fær, að því er virðist, að leita út
fyrir þann vef sem okkur er ofinn af Urði, Verðandi og Skuld 0| leita
einhvers varanlegs sem þrumir að baki þess sem birtist í tímanum. I fyrri
bókum Þorsteins hefur löngum verið leitað í þá átt og talað um tré veru-
leikans sem birtist þó ekki sjálft heldur aðeins sem spegilmynd á vatns-
fleti, eins og segir í fyrsta kvæði næstsíðustu bókar hans, sem nefnist
Vatns götur og blóðs (1989), og þar sem leitin beinist í átt til
hins þögla, dulda, eldforna
bakvið allt,
innar, fjær,
(Sönn saga)
í öðru ljóði í sömu bók er talað um eik í „týndum skógi“ og í framhaldi
af því um drauma, sprottna
úr fylgsni sem aldrei finnst.
(I týndum skógi)
í Sxfaranum sofandi er þráðurinn tekinn upp í kvæðum eins og
„Álengdar" þar sem hefur týrt
á glóðarköggli
í þessum forna myrka frumskógi.
Hér er haldið líkingunni um skóginn, en eitthvað í ætt við hann virðist
vera seftjörnin sem mókir fjarri allra augum og óháð tifi tímans í Vatns-
nesinu og lýst er í ljóðinu „Ein“:
Samt er hún þarna
og með okkur
margt skylt
Athugasemdin um skyldleikann gefur okkur vissulega vísbendingu um
ákveðinn skilning á kvæðinu, enda kann úr seftjörninni að vera fleytt,
eins og segir í öðru kvæði, af skáldinu