Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 227
SKÍRNIR
SVEFNROF SÆFARANS
529
Hlustaðu samt, eins og forðum, en feldu þig vel:
Komdu aldrei feti nær mér en nóttin.
Þar með endar í sátt glíma við spurningar sem mega teljast heim-
spekilegar eða nánar tiltekið tilvistarlegar og löngum hefur verið fátt um
svör við en snerta hvern einstakan mann engu minna fyrir vikið, og það á
talsvert gagngerri hátt en þær sem taldar eru vera efstar á baugi hverju
sinni. Raunar er meira undir því komið að við höldum þessum spurning-
um sívakandi eða séum símeðvitandi um þær en að við getum flaggað við
þeim auðfengnum svörum. Þetta er einmitt hlutverk skálda, og það er
óhætt að segja að Þorsteinn frá Hamri ræki það með prýði í þessari bók
og á þann hátt að spurningar hans verða áleitnar og ná vel hlustum les-
enda, þótt þær séu fremur mæltar í hljóði en básúnaðar. Stíll hans er laus
við skrúðmælgi og myndmáli beitt á agaðan hátt í tengslum við meitlaða
hugsun. Gott dæmi um sterk og bein tengsl myndar og hugsunar er að
finna x ljóðinu um seftjörnina í Vatnsnesinu, þar sem með orðunum
„með okkur / margt skylt“ er beinlínis vísað til samsvörunar milli tjarn-
arinnar og hans sjálfs og myndhverfingin á vissan hátt skýrð. Samskonar
samsvörun milli innri tilfinningar og ytri náttúru má sjá í ljóðinu „Heit-
ur dagur“ þótt þar sé raunar fremur gefið í skyn en skýrt:
Gamalt vað.
Og sorg merlar
líkast sólperlu á brotinu.
Ánni
bregður á bugðu.
Þessar ljóðlínur hafa yfir sér, í látleysi sínu, eitthvað það sem minnir
á hægan árnið og sýna glöggt að Þorsteinn hefur með árunum náð æ
betra valdi yfir hinum hljómræna þætti ljóðsins engu síður en yfir
myndmálinu. Það væri þó of mikið sagt að ljóðin séu hljómmikil, en þó
gædd einhverjum seiði sem gerir þau yfirleitt að því sem hann sjálfur
nefnir í einu ljóði „draumsnekkju eyrans". Þótt hér sé um svonefnt
„frjálst Ijóðform" að ræða, sem hefur orðið mörgum skálkaskjól til að
láta lönd og leið allt sem viðkemur hrynjandi og hljómi, lýtur það hér í
höndum Þorsteins ströngum formkröfum. Einnig í þeim ljóðum sem eru
sett upp sem prósaljóð gegna frumþættir ljóðmáls, markviss hrynjandi
orðanna, stuðlar og önnur hljóðtengsl sínu hlutverki. Prósaljóðin standa
þó öðrum kvæðum bókarinnar að baki, einkum þeim sem einkennast af
stuttum og knöppum erindum og línum. Og þá sjaldan Þorsteinn „leyfir
sér“ að beita nú næstum því forboðnum tækjum ljóðmáls eins og enda-
rími eða innrími spillir það síst fyrir áhrifum, enda gert af mikilli mark-
vísi. Þannig svarar einmitt rímorðið „svara“, sem ljóðið „Sæfarinn