Skírnir - 01.09.1993, Síða 230
532
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
ings (og þeirra sjálfra gjarna líka). I þriðja lagi eru menn á höttum eftir
sjálfskilningi höfundarins og skilningi hans á sinni list og sambúð þeirra
tveggja. Og vitanlega er komið inn á allt þetta í bókunum þrem, mismik-
ið eftir þeirra eðli og þeim ramma sem þeim er settur hverri um sig.
Enn eitt sem tengir saman allar skáldabækur er hnýsni lesenda. Það
er alkunna að forvitni um líf þeirra sem hafa unnið sér nafn ræður miklu
í bókaheimi. Og þarf enginn lengi að fletta bókablöðum til að sjá, að
skáld eru vinsælt efni í slíkar bækur. Nýjar ævisögur birtast t.d. með
stuttu millibili í engilsaxneskum heimi um alla þá skáldskaparhöfðingja
sem kallaðir eru sígildir. Um leið og þekktur höfundur deyr (reyndar
enn fyrr) hefst æðisgengið kapphlaup ævisagnasmiða og bréfasafnara um
það hver verður fyrstur að sigla undir hans nafni inn á bókamarkað. Sá
gusugangur allur ásamt því niðurbroti á bannhelgi sem nú hefur um all-
langt skeið verið stundað, verður um leið til þess að skáldabækurnar
verða æ nærgöngulli, hver keppir við aðra um stærstu skammtana af
rokufréttum um leyndarmál þeirra sem um er skrifað. Þetta verður svo
til þess að menn kvarta yfir því að þessi gægjuárátta niðurlægi skáldskap
höfundanna, reki hann út í horn: nú síðast mátti sjá það á breskum blöð-
um að mönnum finnst að „vondar“ skoðanir Philips Larkins á konum,
kynþáttamálum og fleiru ásamt hörmulegu kynlífi (allt fæst þetta með
því að hnýsast í einkabréf og minnisblöð) trufli menn við að meta hann
sem skáld. Gefið okkur kvæðin hans aftur!
Gera má ráð fyrir svipaðri hnýsni meðal íslenskra lesenda og ann-
arra: það er bæði nýtt og gamalt á okkar fjölmiðlaöld að menn hafi meiri
áhuga á höfundunum en verkum þeirra. Eða eins og eitt okkar fremstu
skálda sagði á fjölsóttu ljóðakvöldi: „Þetta hyski vill barasta glápa á skáld
en lætur sér ekki detta í hug að verða sér út um bækur þeirra.“ En hvað
um það: eitt er sameiginlegt íslenskum skáldasögum ef við gerum þessar
þrjár frá því í fyrra að samnefnara: höfundar streitast á móti hnýsninni.
Þeir - einkum ef þeir segja sjálfir frá - forðast þann gauragang sem
stundum er kallaður „persónupornó". Enn er eins og þeir sem setja sam-
an skáldabækur hér á landi hafi einna helst í huga sjónarmið svipuð þeim
sem eru mjög skýrt sett fram í þekktri sjálfsævisögu rússnesku skáldkon-
unnar Nínu Berberovu:
Ég er að skrifa sögu míns lífs, sjálfrar mín og ég er frjáls að gera það
sem mér sýnist, skýra frá hlutum eða geyma þá í sjálfri mér, tala um
sjálfa mig, tala um aðra, ekki segja neitt um ýmsa hluti, nema staðar
hvenær sem mér sýnist, loka þessari minnisbók, gleyma henni, fela
hana einhversstaðar. Eða eyðileggja hana og skrifa annað handrit,
aðrar sex hundruð síður, sem væru allt öðruvísi, þótt þær væru
einnig um sjálfa mig, væru einskonar annað bindi á eftir því fyrsta
sem ekki er til [....] Allt sem hér er skráð er skrifað í samræmi við tvö