Skírnir - 01.09.1993, Page 231
SKÍRNIR
ÞRJÁR SKÁLDASÖGUR
533
lögmál sem ég viðurkenni og hlýði: Það fyrsta er: Komdu upp um
þig hiklaust. Hitt er: feldu líf þitt fyrir öllum nema sjálfri þér. 1
Höfundar skáldabókanna íslensku eru í raun meira með hugann við
leik að þessum andstæðu lögmálum eða boðorðum en þá trú hins engil-
saxneska heimsþorps, að því fleira sem sagt er þeim mun betra.
II
Sá sem les bók Friðriku Benónýs um Ástu Sigurðardóttur gæti strax
borið fram mótmæli gegn því sem hér að ofan var sagt: er það ekki
einmitt í ætt við hnýsnina að skoða feril konu sem margir í samtíð henn-
ar töldu sig hafa efni á að hneykslast á? Einkum ef það er haft í huga,
sem síðar verður að vikið, hve mikill partur sögunnar fjallar um baráttu
skáldkonu við grimman alkóhólisma?
Ekki er það nú víst. Ofdrykkja hefur að sönnu verið feimnismál í
mörgum ævisögum og frásögnum. Thor Vilhjálmsson vitnar í sinni bók í
frænda sinn Kristján Albertsson sem sagði honum margar sögur af Ein-
ari Behediktssyni en taldi við hæfi að ljúka þeim á svofelldri setningu:
„Aldrei drakk Einar Benediktsson sér til skaða og skammar" (82). En
þetta er liðin tíð, eins og flestir vita, alkóhólismi löngu orðinn stofuhæf-
ur í umræðunni og allt sem honum fylgir, fræðimenn meira að segja
farnir að taka saman þykkar bækur sem fjalla sérstaklega um sambúð rit-
höfunda við Bakkus.2
Hvers konar bók er það sem Friðrika Benónýs hefur saman skrifað?
í formála kveðst hún ekki vera að skrifa annál heldur fyrst og fremst
persónulýsingu: „Mynd af listamanninum sem konu“ (9). Bókin er
reyndar þannig í laginu að þegar í upphafi (15-17) er Ástu og ferli hennar
lýst í stuttu máli, þetta er einskonar niðurstaða um allt það helsta sem
þókin vill segja, sem síðan er útfærð nánar. Sú útfærsla byggir annars
vegar á því sem samtíðarmenn hafa að miðla höfundi, hinsvegar á svið-
setningum sem höfundur bókarinnar vill sjálf taka ábyrgð á. Enda geta
sviðsetningarnar verið af því tagi að enginn er til frásagnar (til dæmis frá-
sögnin af dauða Ástu). Það er líklega þeirra vegna sem höfundur leggur
áherslu á að þetta sé persónulýsing en ekki „annáll“. Sviðsetningarnar
treysta á innlifun skrásetjarans og samúð með þeim sem í ógöngur marg-
ar ratar, aðferðin er umdeilanleg, eins þótt hún hafi mikið verið notuð í
margskonar „íslenskum örlagaþáttum". Hér skal það látið nægja að segja
1 Nina Berberova. The Italics are Mine. New York 1968, bls. 376-377.
2 Tom Dardis. The Thirsty Muse. Alcohol and the American Writer. London
1990.