Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1993, Page 233

Skírnir - 01.09.1993, Page 233
SKÍRNIR ÞRJÁR SKÁLDASÖGUR 535 bregðast Ástu, hver með sínum hætti (þótt ekki sé hún sjálf endilega sýknuð í hverju máli). Sumir sýna henni sanna fólsku ef hún ekki vill þýðast þá eins og það heitir. „Heimóttarleg hneykslunargirni" (47) í því ofvaxna þorpi, Reykjavík, sem Ásta kemur til unglingur - hún er einnig á sínum stað. En allt eru þetta vannýtt efni í þeim skilningi að þau verða lesanda fljótt öll sem þau eru séð, úrvinnsla er með minnsta móti. Sama má segja um viðleitni til að minna á það umhverfi sem Ásta Sigurðardóttir lifði og hrærðist í: bóhemskuna, pólitíkina, listamannasamkundur, formlegar og óformlegar. Oftar en ekki rekumst við á eina algengustu synd íslenskra ævisagna: almennar lýsingar á framgöngu sem ekki reynist unnt að sanna með neinum hætti. Ásta er sögð óvenjuleg vegna þess að hún „tekur þátt í umræðum um ýmiss konar mál, svarar fullum hálsi og liggur ekki á skoðunum sínum. Er snögg upp á lagið og leiftrandi fyndin í tilsvörum. Lætur engan eiga hjá sér“ (68). Síðar segir: „En hún fylgist vel með öll- um þeim hræringum sem eiga sér stað í bókmenntum og myndlist. Og tekur virkan þátt í umræðum" (70). Þetta er allt satt og rétt, en rýrt í roði. Nú má vel segja sem svo, að það sé ekki við Friðriku Benónýs að sakast þótt hún geti ekki leitað uppi dæmi sem duga til að sanna okkur snarpa og fyndna þátttöku Ástu Sigurðardóttur í umræðum hennar tíma. Bóhemskan hefur þann galla með sínum áfengisgufum að eftir á man enginn neitt. Engu að síður má telja mögulegt að fylla í ýmsar eyður, gera umhverfi Ástu Sigurðardóttur áþreifanlegra, blátt áfram með því að skoða tímann betur og persónur hans. Og svo verk hennar sjálfrar. Hér er ekki mælt með þeirri aðferð sem víða sést að gera verk höfundar blygðunarlaust að heimild um líf þeirra. En sögur Ástu eru reyndar svo nátengdar hennar eigin reynslu, eins og Friðrika Benónýs tekur réttilega fram, að það mætti virðast eðlileg freisting að gera sér meiri mat úr þeim. Ásta „vill ekkert skrifa um neitt annað“ en sjálfa sig, segir á einum stað (101) - og það er nokkuð til í því, eins þótt Ásta búi til aðrar persónur en þann staðgengil sinn sem ráfar um í fyrstu sögum hennar. En þetta er lítt stundað - oftar en ekki er látið nægja að vitna í viðtökur sem sögurnar fengu fremur en glíma við þær sjálfar. Enn færra segir um myndverk Ástu - örfáar línur aðeins. í lýsingunni á Ástu er skáldkonan fórnarlamb um margt - en varla sem rithöfundur. Hún „hneykslar“ óverðuga, en líklega meir með lífi sínu en skrifum. Það er líka réttilega tekið fram í bókinni að þótt smá- þorpararnir í Reykjavík hneykslist stundum á „listamannapakki" gefur listamennskan um leið einskonar frelsisbréf undan „þessum þröngu smá- borgaralegu reglum“ (104). Það ber reyndar ekki á öðru en sögum Ástu sé vel tekið, sú margskammaða „bókmenntastofnun" hagar sér takk bærilega, tekur jafnvel ofan með virðingu. Af hinu segir færra: af sjálfum ferli hennar við ritstörf og því hvað Ástu fannst um skáldskap sinn og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.